Smá hugrenningar um ein af mínum hindrunum.
Ein af vinkonum mínum er ungfrú Smámunasöm, er hefur fylgt mér nánast í hálfa öld. Hún hefur verið mér oft á tíðum strangur kennari og haldið oft á tíðum aftur af mér, að fara í eitthvert ævintýrið. En hún hefur líka kvatt mig til að gera enn betur en ég hef áður gert og er ég þakklátur fyrir það. Nú hefur ég verið að finna meðvitað fyrir henni og held ég að hún sé að undirbúa sig fyrir að kveðja mig, enda komin tími til. Í stað þess að pirra mig yfir því, þegar ég hef hlaupið á mig og gert eitthvað er mér hefur oft á tíðum þótt mjög kjánalegt og pirrað mig mikið, þá brosi ég og hlæ með sjálfum mér. Síðan skoða ég hvað þetta kjánalega tilvik er segja mér og sýna, og hvaða lærdóm ég get dregið af því. Segi innra með mér, „jæja þá kann ég þetta og ætti síður að gera þessi misstök aftur.“
Núna leyfi ég mér að gera fleiri tilraunir og leyfi mér að misstakast, þannig opnast hugsanlega eitthvað nýtt fyrir mér og jafnvel verða ný ævintýri til. Þannig ætti maður að vera fljótari að læra og þroskast um leið. Ég kem því til með að kveðja hana með bros á vör og tek til við að bjóða næstu vinkonu að kveðja mig.
(Þessi vinkona er ein af huglegum hindrununum er ég hef í þessu líf!)
Kveðja, B.Ingi.S (07.04 2020)
(Smá viðbót. (28.10 2020)
Ég er ekki frá því að ungfrú Smámunasöm sé búin að kveðja mig. Ég finna allavegana lítið fyrir henni að mér finnst.)