Um mig

Ég heiti Baldvin Ingi Símonarson og nota þetta heiti B.Ingi.S eða “bingis”, sem einhverskonar listamanna nafn, þegar ég er að leika mér í listatengdu efni, eins og tónlist, myndir og fleira. Ég er fæddur á þeim merkis degi 20. Júlí 1971. Sem sagt krabbi í húð og ár (í stjörnumerkjunum). Þó ég hafi alltaf haft mjög gaman af vísundum og tækni, þá hefur sköpun alltaf togað í mig. Eftir að hafa forðast listir á einhvern hátt lengi framan af þá er ég búin að átta mig á að ég hef fengið útrás fyrir sköpun, í gengum þá tónlist og ekki síður í gengum vinnuna, en þar hefur einhvers konar hönnun verið partur af henni. Þá hönnun á kerfum og viðmótssíðum ýmiskonar. Eins hef ég eitthvað komið að því að setja upp heimasíður. 🙂

Ég er fæddur á Sauðárkróki og uppalin að mestu þar. Reyndar voru fyrstu skrefin mín í Ketu Hegranesi. Gekk í barnaskóla og grunnskóla Sauðárkróks. Tók nokkrar annir ásamt Grunndeild rafiðna í FSNV. Undir tvítugt fór ég í skóla til Akureyrar eða einn vetur í VMA, og síðan í framhaldi suður til Reykjavíkur, í Iðnskólann í Reykjavík og kláraði bóklega hlutann í rafeindavirkjun. Tók síðan smá hlé áður en ég fór aftur af stað, tók frumgreinadeildar próf í Tækniskóla Íslands, 1. hluta af rafmagnstæknifræðinni og kláraði námið í IOT Odense Danmörku.
Ég er Skagfirðingur í mér og verð það sjálfsagt alltaf, þó ég horfi meira á mig sem Íslending eftir að hafa búið í Danmörku. Í dag er ég í raun að nálgast það að hafa búið meira á höfuðborgarsvæðinu en á Króknum. Fyrir mér er heima, þar sem dótið og jú hvar fjölskyldan mín er, þó ég hafi að sjálfsögðu taugar norður á æskuslóðarnar.

Þessa heimasíðu hef ég hugsað mér að nota til að halda utan um allt úr þeirri átt. Við skulum sjá hvert þetta leiðir okkur og hafa gaman af!

Smá yfirgrip um mig:

  • Ég er rafmagnstæknifræðingur að mennt, kláraði í Odenase Danmörku árið 2001. Ingeniørhøjskolen Odense Teknikum, er hefur í dag sameinast háskólanum í Odense.
  • Eftir að ég kom heim þá starfaði ég hjá Samey Sjálfvirknimiðstöð í 13 ár, www.samey.is.
  • Árið 2014 stofnaði ég BIS Raftækni ehf og hef verið að þjónusta ýmiskonar iðnaðarfyrirtæki.
  • Lönd er ég hef komið til eru: England, Danmörk, USA, Noregur, Svíþjóð, Færeyjar, Þýskaland, Holland, Austurríki, Frakland, Írland og Tenerife.
  • Hef einnig unnið að verkefnum í Danmörku, Noregi, Færeyjum og Þýskalandi.
  • Á að geta bjargað mér í ensku, dönsku og norsku.
  • Við fjölskyldan búum núna í Mosfellsbæ, sem er frábær staður. Eigum þar indælt einbýlishús er skiptir mig mjög miklu máli.
  • Hægt er að sjá meiri upplýsingar um mig og fyrirtækið á heimasíðunni www.bis.is