
Tónlist hefur alltaf verið mitt líf og yndi frá því ég man eftir mér og byrjaði einhvers konar draumur um að vera í hljómsveit mjög snemma. Að spila á tennisspaða með lögum byrjaði snemma sem leikur. Ég fór síðan í tónlistarskóla kringum 10 ára aldurinn og það kom bara eitt til greina og það var að læra á gítar. Þá eignaðist ég minn fyrsta gítar, klassískan gítar af gerðinni Yamaha G-231ii, er ég á enn. Afrekaði ég það að taka fyrsta stigið í klassískum gítarleik, með hjálp Ingu Rúnar Pálmadóttur er var í Grýlunum, en síðan kom áhugi á að stofna hljómsveit er var kringum fermingu er tók mikinn tíma á þessum árum.
Þá eignaðist ég minn fyrsta rafmagnsgítar, Fender Telecaster squier (japanskur) og Zoom magnara, sem eru til enn í minni eigu. Síðar kom 12 strengja þjóðlaga gítar af gerðinni Yamaha FG440-12 og einnig Fender Stratocaster (eini gítarinn er ég hef selt og séð eftir). Síðan eftir að ég byrjaði aftur þá hef ég eitthvað bætt í safnið.
Ég hef verið að dunda mér við að búa til lagagrunna / hugmyndir og texta. Ég hef lítið gert af því að sýna þessa iðju mína. Núna í seinni tíð hef ég hug á að opna á það og láta reyna á hvort eitthvað sé varið er í það. Hér er að finna efni eftir mig er hefur komið einhversstaðar fram.
- Útgefin lög (03)
- Textagerð (og lagasmíðar)
Í þónokkurn tíma hefur blundað í mér sú hugmynd eða löngun til að koma mér upp einhverskonar heimastúdíói eða hljóðveri, þar er ég get unnið aðalega með hugmyndir mínar.
Árið 1989 samdi ég mitt fyrsta lag og spiluðum við það eitthvað, þar á meðal í Músíktilraunum Tónabæjar það árið.
Að syngja er eitthvað manninum eðlislægt, en það er hægt að gera á mörgum stigum. Frá rauli með sjálfum sér yfir í söng fyrir fjölda mans. Kannski er það fjarlægur draumur margra, og kannski var það draumur minn. Alla vegna í byrjun þessa ársins 2021, sótt ég söngnámskeið hjá Söngsteypunni. Fyrir mér mjög stórt skref út fyrir þægindaramman, en um leið áhugavert og gefandi.
- Söngur og CVT, grunnnámskeið hjá Söngsteypunni. 3 mánaða námskeið.
- Söngkennsla, einkakennsla hjá Örnu Rún Ómarsdóttur (Vocal art).