BIS STÚDÍÓ

Ég er í rólegheitunum að vinna í því að fylgja draum um að koma upp stúdíói. Þá get ég unnið í tónlistarsköpun að vild með markvissari hætti. Til að lifa draum verður að byrja einhverstaðar og fylgja honum eftir. Sjáum til hvernig hann þróast. 🙂 

Það er fullt af græjum er tilheyra stúdíói, en með tilkomu tölvutækninnar þá er hægt að komast í gang með minni búnaði. Hér hef ég hugsað mér að koma eitthvað inn á það er þessu ævintýri tilheyrir. Ég byrjaði á því að fjárfesta í PreSonus Audiobox iTwo Studio pakkanum. Síðan hefur eitthvað bæst við.

Upptökuforrit:

Upptökuforritið sjálft er viðmótið er allt fer fram, stjórn upptöku, úrvinnsla og frágangur ef því er að skipta. 

 • PreSonus Studio One, Artist, útgáfa 4. (2020). Uppfært í Professional, útgáfu 5 (áskrift). (Nóv. 2021) Uppfært í útgáfu 6 (2022).
 • Abelton Live 11, Trial – Útrunnið. (2021) (Sé til hvort ég vinn eitthvað meira með það!)

PC tölva:

Ég er að nota ferðatölvu sem ég get tekið með mér ef ég þarf. Ég keypti HP Probook xxx, með windows 10 Pro, til að prófa mig áfram. Fer að koma tími á að uppfæra hana.

 • HP Probook 450 G5 i5, 15.6″, 24GB.

Interface og mixer-ar:

Interface er notað til að eiga í samskiptum við hljóðfærin og hljóðnema. Það hefur í gengum tíðina verið mest notað, þó í seinni tíð hafa magnarar og hljóðbretti verið að koma með það innbyggt, í gengum USB portið.

 • PreSonus Audiobox iTwo. 2 rása interface.
 • PreSonus StudioLive 24.4.2. Studio og live hljóðmixer 24 rása. (Á eftir að tengjast honum með tölvu, óvíst ég noti hann í það.)
 • Focusrite Scarlett 18i20 3rd Gen. 16 innganga og 20 útganga interface. Fyrstu 2 lögin mín voru tekin upp á þetta interface.
 • Behringer HA400 Microamp 4 CH, mixer fyrir heyrnartól.

Hátalarar:

Í stúdíóum er notast við sérstaka hátalarar sem hannaðir eru fyrir stúdíó vinnslu, en þeir eru mjög skýrir og gefa allt tíðnisviðið.

 • Focal Shape 40, stúdíó hátalarar

Heyrnartól:

Mikilvægt er að hafa góð hljóðeinangrandi heyrnartól, svo maður heyri aðeins það sem verið er að taka upp.

 • ProSonus HD7 professional heyrnartól.
 • Shure SRH840A professional heyrnartól.

Míkrófónar:

Í stúdíóum er einnig notast við sérstaka hljóðnema, sem eru mjög næmir og stefnuvirkir. Mikilvægt er að eiga góða hljóðnema, og er ætlunin að koma sér upp svoleiðis í framtíðinni.

 • PreSonus M7. Stúdíó hljóðnemi.
 • Sure 58B. Sem er venjulegur söng hljóðnemi.
 • Warm Audio WA 47jr Fet Condenser, studíó hljóðmeni. (04.2023)

USB stjórntæki:

 • Akai MPK mini 3 USB controller. Midi hljómborð til að spila inn á midi rásirnar, eins og til dæmis trommutakta, bassalínur og fl.

Námskeið er ég hef setið.

 • Ableton Live 11 námskeið hjá Endurmenntun, leiðbeiandinn Ingi Björn Ingason. 19. og 21. apríl 2021.
 • Studio One námskeið á vegum Söngsteypunar “Frá hugmynd að demói”. Frá 12. októmber 2021.

til baka