Til að spila þarf að eiga græjur, og oft fullt af þeim, svo er það líka rosalega gaman og gefandi.
Svona til gamans þá ætla ég að nefna eitthvað af græjunum mínum. Þetta er ekki tæmandi listi, en svona það helsta.
Að sjálfsögðu er það ekki þannig að góðar græjur geri mann góðan, en það getur klárlega hjálpað til við það og svo er það bara svo gaman.
Hljóðfæri (Gítarar):
Kassagítarar:
- Yahama G231ii, klassískur kassagítar með nælon strengjum. Mitt fyrsta hljóðfæri, væntanlega keyptur í kringum 1980.
- Yamaha FG-440-12, 12 strengja kassagítar. Keyptur 1985-1986, í Rafsjá á Sauðárkróki. Búinn að fylgja mér út um allt.
- Morris Tornado Zii, kassagítar með innbyggðum hljóðnema. Keyptur í Tónabúðinni á Akureyri 1989. Hefur fyllgt mér síðan.
- Taylor 314ce, kassagítar með innbyggðum hljóðnema. Keyptur 2017 í Hlóðfærahúsinu. Mitt aðal hjóðfæri í dag.
- Taylor 358e, 12 strengja kassagítar með innbyggðum hljóðnema. Keyptur 2019 í Hljóðfærahúsinu.
- Fender FA-312 Nat, kassagítar. Keyptur 2019 í Cosco. Varð að prófa, nota mikið sem sófagítar í dag.
- Taylor 114ce NAT, hálf klassískur kassagítar með nælon strengjum, með innbyggðum hljóðnema. Keyptur 2020 í Hljóðfærahúsinu.
- Washburn AG70CEK-A-U, kassagítar. Keyptur 2022 í Hljóðx-Rín. Með innbyggðum hljóðnema og tónstilli.
Rafmagnsgítarar:
- Fender Squier Telecaster. Minn fyrsti rafmagnsgítar keyptur í Rín kringum 1982-1983. Framleiddur í Japan.
- Fender American Professional Stratocaster. Keyptur 2017 í Hljóðfærahúsinu.
- Fender American Professional Telecaster, keyptur 2019 í Hljóðfærahúsinu.
Önnur strengjahljóðfæri:
- Mandolin Dimavery ML-003 M. Pickup (Sunburst). Keypt 2021.
Seld hljóðfæri:
- Fender Stratocaster, standard. Var með fyrri eiganda þegar hann keypti hann og síðan keypti ég hann af honum kringum 1987-1988. Seldi hann kringum 1989, þegar ég var fátækur námsmaður á Akureyri. Sá lengi vel eftir því að hafa selt hann.
Magnarar:
- Zoom magnari, rafmagnsgítarmagnari, 60 vött. Minn fyrsti magnari, keytpur í Rín 1982-1983. (Orðin lélegur í dag!)
- Roland Micro Cube, gítarmagnari. Keyptur 2016, þegar ég var að byrja aftur að spila. Keyptur í Hjóðx-Rín.
- Roland Jazz Chorus-40 (JC-40), rafmagnsgítarmagnari, 60 vött. Sterio magnari. Keyptur 2018 í Hljóðx-Rín.
- BOSS Acoustic Singer Pro, kassagítara magnari, 120 vött. Keyptur 2020 í Hljóðx-Rín.
- BOSS Katana-head MK1, rafmagnsgítarmagnari, 100 vött. Keyptur, des. 2021 í Hljóðx-Rín.
- BOSS Katana-Cabinet (KTN-CAB212), hátalarabox 150-Watt 2 x 12″ hátalarar fyrir Katana-head, jan. 2023 í Hljóðx-Rín.
Effektar og hljóðbrétti:
- BOSS GT-100 Multi effect, hljóðbretti. Á því er hægt að geyma 400 sánd stilingar í minni. Keypt 2017 í Hljóðx-Rín.
- BOSS Acoustic Preamp AD-10, formagnari með effektum. Keyptur 2019 í Hljóðx-Rín.
- BOSS Loop Station RC-30, Dual Track Looper.
- BOSS Feedbacker / Booster FB-2 (feedback hold), fótpetali.
- BOSS Super OverDrive SD-1, fótpetali.
- BOSS Super Phaser PH-2, fótpetali.
- BOSS Equalizer GE-7, fótpetali.
- BOSS Distrotion DS-1, fótpetali.
- TC HELICON Play Acoustic, söng og kassagítar effekt. (Okt. 2022)
- BOSS PW-3, wah petal. (ágúst 2023)
Aukabúnaður:
- BOSS FS-6 Dual Foot Switch, fótrofi A & B.
- BOSS FS-5U, Foot Switch, fótrofi.
- BOSS FS-7 Dual Foot Switch, fótrofi A & B. (Nota með AD-10).
- BOSS FV-50H volume pedal. (Nota með AD-10).
- BOSS GA-FC, GA Foot Controler. (Nota með Acoustic Singer Pro og Kantana-head).
iRig búnaður:
- iRig UA, universal guitar processor interface for Android.
- iRig Acoustic Stage. Lítill hljóðnemi til að hengja utan á kassagítar og stjórnbúnaður.