Tilfinningar

(Vill taka það fram að þetta eru mínar og aðeins mínar vangaveltur og hugrenningar. Eflaust er margt fleira er má koma inná!)

Ég verð að segja að mér finnst tilfinningar æðislegar. Eftir því er ég læri betur á þær finnst mér þær alltaf æðislegri. Tilfinningar hafa mikil áhrif á okkur og geta sveifla okkur út og suður. Þær fara með okkur allt frá að sýna öðrum mikla samkennd yfir í að vera nánast að springa úr gleði yfir einhverju. Tilfinningar geta verið okkur mikill leiðarvísir í lífinu og geta líka farið með okkur út í skurð andlega.

Ég held það sé ekki bara ég, en mér finnst umræðan um tilfinningar og baráttan við þær sé alltaf að aukast, sem er gott, enda stór partur af okkur öllum. Við erum að sjá áberandi einstaklinga stíga fram og ræða opinskátt um sínar tilfinningar í þeim tilgangi að opna á umræðu og hjálpa sjálfum sér og öðrum í baráttunni að ná tökum á þeim. Tek ég ofan fyrir þeim.

Nú af hverju ég ákvað að tala um tilfinningar hér. Ástæðan var einfaldlega sú að ég fór að velta fyrir mér að ég hef oft talað um tilfinningar almennt, án þess að fara mikið inn á mínar. Skaut þá hugmynd í kollinn á mér að fyrst ég væri að tala um tilfinningar, þá væri ég sjálfur búinn að vera að slást við þær og ætti erfitt með þær, en sem betur fer er það ekki í mínu tilfelli. Ég hef einu sinni talað stuttlega við sálfræðing, en það var þegar við eignuðumst fyrirburann okkar. Sálfræðingurinn sá strax að ég virtist vera í góðu jafnvægi. Hins vegar hef ég verið í andlegri vinnu yfir 20 ár, er hefur hjálpað mér að ná og vera í betra og betra jafnvægi, og er ég þakklátur fyrir þá vegferð. Ég hvet alla sem eru ekki að ná að ráða við sínar tilfinningar að leita leiða til þess, hvort sem það er í gengum sálfræðinga eða annara fagmanna.

Lífið er fullt af áskorunum og þrautum, er leitast við að þroska okkur og efla. Ef við stöndum ekki undir því eða lendum í aðstæðum sem eru okkur ofviða getur hausinn, yfirleitt, farið með okkur þangað er við eigum illmögulegt að koma til baka. Því getur verið gott að fá leiðsögn til að komast til baka, einhvern er sér villuna og ranghugmyndirnar er við höfum búið okkur til.

Svo aðeins að mér. Einhver sagði að ég hefði fengið jákvæðni og glaðlyndi í vöggugjöf, og það væri ekki allir er fengu það, og þegar ég leiði hugann að því held ég að það sé eitthvað til í því. Alla vegna hef ég alltaf leitast við að halda í hana og gleðja fólk í kringum mig frekar en hitt. Það er samt ekki þannig að ég hafi aldrei verið þungur í skapi, en það stendur yfirleitt ekki lengi. Ég hef oft sagt að erfið tímabil hafi kennt mér mest. Þó ég hafi ekki verið á því meðan á því stóð, þá var það samt svoleiðis þegar ég lít til baka. Að finna ekki innri ró, hugsanir og tilfinningar á fleygi ferð og ná ekki að sofa nema fáa klukkustundir, er ekki skemmtilegt að standa í. Það hefur ég prófað sjálfur og sem betur fer hafa þau tímabil staðið stutt yfir. Sagt er að engin lifi sína æfi án þess að ganga í gengum erfiða tíma. Það er eins og það þurfi að teygja á tilfinninga skallanum hjá manni, með gleði og sorg.

Sem barn og fram á fullorðins aldur, þá einkenndi það mig að það var nokkuð gott að kynnast mér en síðan kom veggur er engin, svei mér þá, fór í gengum. Þar á bakvið voru mínar tilfinningar er ég átti út af fyrir mig, og var það ekki nema ég væri kominn í algjört þrot með eitthvað að ég opnaði á þær. Sem betur fer er ég búinn að rífa þennan vegg. Eftir vill getur það verið að skuggi af honum birtist við og við, við vissar aðstæður, en ég er alltaf meðvitaður um að hann vilji koma aftur, en það er ekki í boði. Ég vill lifa og upplifa ævintýri lífsins ódeyfur og með fulla stjórn á tilfinningum mínum. Í mínu tilfelli held ég að næmni mín á líðan annara og hvað ég upplifði viðbrögð annara sterkt, án þess að skilja það þá, hafi lokað mér tilfinningalega. Sú næmni hefur skila mér öðrum hæfileikum, þegar ég fór að skilja og vera meðvitaður um það. Í dag er helst sá skóli hjá mér sá að ég á það til að halda aftur af mér. Ég veit ekki hvernig fólk bregst við því er ég segi eða geri. Eða ég gæti sært einhvern. Það heldur stundum aftur af mér að ég geri það er mig lagar til að gera. Í raun er það þannig að ég get ekki borið ábyrgð á því hvernig aðrir bregðast við og get aðeins valið hvernig ég bregst við gagnvart öðum. Ef ég er heiðarlegur gagnvart sjálfum mér og leitast við að sýna öðrum kærleika og virðingu, á viðbrögð annara að vera úr mínum höndum. Eins er mér og þá öðrum heimilt að gera misstök, þar kemur fyrirgefningin inn í. En löngunin brennur fyrir því að láta gott af mér leiða, gleðja fólk og miðla því er ég hef sjálfur lært á minni vegferð. Það mun ég gera og vonandi tekst mér það.  Sagt er að kærleikurinn sigri alltaf á endanum. Því vill ég trúa og hafa að leiðarljósi.

Ekki meira um það núna. Kannski kem ég meira inn á þetta viðfangsefni síðar.

Þangað til næst,

Kveðja, B.Ingi.S (31.01 2021)

Til baka