Texti og lag: B.Ingi.S
Þú streng minn snertir,
ég spila fyrir þig.
Mína taugaenda ertir,
sæla fer um mig.
Í taugaflóð mér hendir,
opnar mér nýja sýn.
Í hjarta nýjar kenndir,
er leita til þín.
Þú nú streng minn snertir,
mín rödd hljómar hér.
Þú streng minn snertir,
ég stend ávallt með þér.
Þú streng minn snertir.
Þú streng minn snertir.
Með gjörðum þínum sýnir,
hvað finnst um mig.
Er mig í orðum krýnir,
ég syng fyrir þig.
Í Drottins háu tónum,
sannleikur sagna er.
Við er honum þjónum,
gerum er okkur ber.
Þú nú streng minn snertir,
mín rödd hljómar hér.
Þú streng minn snertir,
ég stend ávallt með þér.
Þú streng minn snertir.
Þú streng minn snertir.
Þú streng minn snertir,
ég spila fyrir þig.
Mitt hjarta sætt ertir,
ástin reisir sig.
Í himnasölum háum,
er allt opin sýn.
Er við þangað náum,
þú verður ástin mín.
Þú nú streng minn snertir,
mín rödd hljómar hér.
Þú streng minn snertir,
ég stend ávallt með þér.
Þú streng minn snertir.
Þú streng minn snertir.
Hugmyndin að þessum texta kom til mín einhvern tímann vorið 2022. Smá hátíðartón í því.