Þriðjudagsfundir

Þriðjudagsfundir eins og þeir hafa verið kallaðir, en þeir hafa yfirleitt verið haldir á þriðjudagskvöldum í gengum árin. Þessir fundir eins og ég þekki þá og hef tekið þátt í, fyrir utan þann tíma er ég var í Danmörku, nær allt aftur til 1997 er ég var hjá Guðbjörgu Sveinsdóttur. Þar hitti ég Þorbjörgu Arnarsdóttur og systir hennar Guðrúnu, er hafa verið drifkraftur þessara funda í gengum árin. Þær systur, af sinni alúðlegri ástúð, hafa tekið á móti fjölda af fólki í gengum árin, og kynnt þeim og leiðbeint og eiga fjöldann af vinum er hafa áhuga á andlegum málum. Þær systur haf verið mér eins og auka mæður, og verð ég þeim ævilega þakklátur fyrir það. Þorbjörg hefur alltaf haft heimili sitt opið fyrir þessum fundum og alltaf verið tilbúin að bjóða fólki heim til sín. Prófað var að halda þessa fundi fyrir utan heimilið og gekk það í smá tíma og fór síðan í fyrra horf

Þessir fundir ganga yfirleitt þannig fyrir sig að, eftir að allir eru mættir og búið er að spjalla um daginn og veginn, og fólk er þarf að biðja fyrir skrifað í svokallaða bænabók. Þá er byrjað á bænar hugleiðslu fyrir jörðinni, og því fóki er hefur verið skráð í bænabókina. Því næst er þeim er gefa kost á sér að setjast í stólinn er leiðir hópinn hverju sinni og viðkomandi hjálp að tengjast leiðbeinendum sínum og nálgast upplýsingar frá þeim eða miðla frá þeim eins og það er kallað.

Eitthvað er til af uppteknu efni frá þessum fundum er ég hef tekið og einhverjir fleiri í gengum árin. Kannski verður eitthvað af því birt hér einhvern daginn.

Þriðjudagsfundir hafa í gengum árin verið mjög gefandi fyrir mig, og oft hjálpað til við að brjóta upp vikuna og hversdagsleikann. Þetta mikla ár, 2020, hefur verið svolítið sérstakt og minna verið haldið af þessum fundum, þar sem óskað er af yfirvöldum að hópamyndanir eigi sér ekki stað. En þess í stað hefur Þorbjörg lagt upp með að virkir einstaklingarnir í hópnum setjist niður á ákveðnum tíma og stilli sig inn á hvern annan.

Milli einstaklingana í þessum hóp hefur myndast sterk tenging og vinátta er á væntanlega eftir að endast út ævina hjá þeim, sem er fallegt.

Ég stofnaði á sínum tíma lokaða fecebook síðu, er heitir “Ljósberar lífsins” og hef ég notað hana til að deila allskonar efni og myndum, er ég hef rekist á og fundist áhugavert, á meðal einstaklingana. Ljósberar lífsins finnst mér lýsandi orð fyrir þennan félagsskap, en við er aðhyllumst betri lífsstíl og sjálfsrækt eru jú ljósberar lífsins að ég tel.

Til baka.