Textinn “Ég 50 ára nú verð”

Ég er búinn að ganga með þá hugmynd í maganum að fjalla um textana mína. Því oft er fólk að skilja texta á mismunandi vegu, sem er besta mál. En gaman er líka að sjá inn í hugaheim höfundsins. Langar til að byrja á afmælislaginu mínu „Ég 50 ára nú verð“.

Að standa á þeim tímamótum að verða hálfar aldar gamall er stór áfangi, alla vegna í mínum huga. Og kannski er þá tilfinning þegar sterkust þegar maður stendur á þeim tímamótum og horfir aftur til baka farin veg. Í mörg ár hef ég verið að vinna í því að auka samkennd og kærleika til alls sem er. Þar sem ég hef alltaf meiri og meiri óbeit á stríði og þá vopnum þá hef ég alltaf fundið „Samkennd og kærleikur“ séu mitt vopn í lífinu. Næst langaði mér til að reyna að lýsa hvernig mér leið að vera búinn að ná þessum áfanga. Finna fyrir gleði í hjarta og þegar gleði er til staðar er ekki annað en hægt að brosa. Þessi setning „Hjá mér ég hef jú auðinn, lífi mitt er nú einfalt.“ er ég viss um að sé sú setning er hugsanlega gæti lýst hroka af minni hálfu, en er ekki svo. Hvað er í raun sannur auður, er það ekki að eiga börn, fjölskyldu og vini? Að vera meðvitaður og hafa löngun til að rækta innri mann og þroska og langa að verða betri maður í dag en maður var í gær. Að reyna eftir fremsta megni að lifa í augnablikinu, verður þá ekki allt einfalt?

Í viðlaginu fer ég að sjá fyrir mér partý er samt varð aðeins í minni sniðum en til stóð út af covid, en varð samt frábært kvöld. Koma saman og syngja saman. Halleljúja fyrir því! Þegar maður hefur glatt fólk til að fagna þá er ekki annað en hægt að finna gleði í hjarta sínu og löngun til að takast á við næsta áratug, er gefur manni aukin hjartslátt af tilhlökkun.

Næsta erindi byrja ég að á lýsa því hvernig mér líður yfir þessu og reyni að sýna auðmýkt um leið.

Á þessum tímamótum að verða 50 ára, þá ákvað ég að láta verða af því að byrja að gefa út tónlist, sem ég er búinn að vera að dunda mér við í yfir 30 ár. Að loksins þora því og hafa fjárhagslega getu til þess, hefur litað líf mitt heldur betur.

Næsta erindi er byrjað á endurtekningu frá fyrsta erindinu. Næstu línur „Sýn mín er nú draumkennd, glæst er mín framtíð.“ Þurfti ég aðeins að rifja upp hvaða meiningu ég var sjálfur með. Draumkennd sýn, getur haft tvennskonar merkinu. Annars vegar að finnast maður vera að lifa í draumi og hins vegar að sjá framtíðina í draumkenndu ljósi, jafnvel spennandi. Seinni setninginn er svolítið persónuleg, en þegar ég horfi yfir farinn veg, þá get ég ekki annað en verið ánægður með það hvar ég er staddur í dag. Búinn að losa mig við allskonar hindranir er fylgdu mér í uppvextinum, mitt nám og vera sjálfstætt starfandi tæknifræðingur, er svolítið meira en ég hefði þorað að láta mig dreyma um. Eignast „eigið“ húsnæði, fjölskyldu, fyrirtæki, stunda sjálfsrækt, leika mér í tónlist (og þar með minn eigin), taka myndir og allt það. Getið ekki annað en verið ánægður með þá vegferð sem ég er á.

Hugmyndin með trommukaflanum var að búa til smá stemmingu og brjóta lagið aðeins upp.

B.Ingi.S.

til baka