Texti og lag: B.Ingi.S
Er ég opna augun,
ég sé geisla af þér.
Hugur fyllist löngun,
finn kipp í hjarta mér.
Finn frá þér straum streyma,
er augum til þín lít.
Er mig kannsk` að dreyma,
í kinn sjálfan mig bít.
Þú varst eitt sinn ekki í huga mér,
nú ert þú sem sterka geisla sendir.
Hvar ert þú, og því er ég aleinn hér,
hvar er það sem vekur unaðskenndir.
Þú hjarta mitt lamar,
mér verður ekki rótt.
Hvað er sem mig amar,
er kemur niðdimm nótt.
Löngun, vænting og þrá,
get því ekki neitað.
Erfiðum stundum fá,
geta til þín leitað.
Þú hefur unnið alla mína ást,
þráin um þig öllum stundum kvelur.
Þá örvænta, leiðast og bara þjást,
ástin inn í mínu hjarta dvelur.
Ég hérna stífur stend,
hvað skal við þig segja.
Þá strax í vanda lend,
og vil þá helst deyja.
Hafa þig í mínu fangi,
það hugsa ég um þig.
Er rétt að mig sárt langi,
fiðringur fer um mig.
Nú verður þessari þraut að linna,
með vilja og dug koma góð ráð.
Með einhverju, þína hylli vinna,
hjarta létta og þér ást mína tjáð.
Þú varst eitt sinn ekki í huga mér,
nú ert þú sem sterka geisla sendir.
Hvar ert þú, og því er ég aleinn hér,
hvar er það sem vekur unaðskenndir.
Þú varst eitt sinn ekki í huga mér.
Samið árið 1995 eða fyrr. (Smá lagfæringar gerðar í upptökum 2021.)
Æskufélagi minn Birkir Lúðvík Guðmundsson tók upp demó af þessu lagi árið í fyrjun árs 1996 og var það sent inn í lagakeppni (sú einu er ég hef sent inn í hingað til (mars 2020)) en fékk ekki náðun. En í því spilaði ég á 12 strengja gítar, Hlynur Guðmundsson á gítar, Ásdís Guðmundsdóttir söng og Birkir sá um annað.
Síðan hafa hugmyndir komið upp um að endur- og fullgera þetta lag. Ég ákvað síðan að fara af stað með það eftir að ég komst í samband við Helga Reynir í gegnum Söngsteypuna, en hann var þar sem undirleikari. Ég og Helgi útsettum lagið í sameiningu, hann sjáum um nánast allan lifandi undirleik nema trommurnar er Beggi trommari sá um. Ég síðan söng sjálfur, sem jafnframt er mín fyrsta frumraun.