Stútfullur af ást

Texti og lag: B.Ingi.S

Það vantar í mig flotholt því út úr mér flæðir,
því ekkert er sem mér gefur eða mig fæðir.
Ég er stútfullur af ást,
en fæ bara að þjást,
því ég er stútfullur af ást.
því ég er stútfullur af ást.

Það vantar á mig hemil sem getur mig hamið,
leikrit að leika í, svo framhald geti samið.
Við tómleika lífs að fást,
hvað var sem áður brást.
Nú er ég stútfullur af ást.
Nú er ég stútfullur af ást.

Það vantar á mig stýri sem götuna greiðir,
í gegnum lífsins þrönga dimma skóga leiðir.
Við vandamálin sterkt kljást,
og erfiðleika slást.
Nú er ég stútfullur af ást.
Nú er ég stútfullur af ást.

Það vantar í mig tengsl sem sálir mínar stilla,
eykur krafta og minnkar, mátt út í rúm fylla.
Galla sem útá við sjást,
tilgangi lífsins nást.
Já, ég er stútfullur af ást.
Já, ég er stútfullur af ást.

Er ég stútfullur af ást?

Samið fyrir árið 1997.

Þessi texti sendi ég inn sem ljóð ásamt 2 öðrum, og kom út í ritinu “Læðingur” sem var “Ljóða- og smásagnakver” er gefið var út í tengslum við menningarviku BÍSN 1997, og er að finna á blaðsíðu 19. En þar notaði ég auðkennið B. Ingi Símonarson.

til baka