Texti og lag: B.Ingi.S
Þó tíminn líði, minningar um þig lifa,
er þú varst hér, á þessari grund.
Þó sagt er, þær hverfi er stundirnar tifa,
samt upp kemur, mynd í huga um stund.
Þó tíminn líði, oft ég þín sakna,
návist þinnar, og bros þitt bjarta.
Upp af draumi, títt leiður upp vakna,
tár í augum, og verkur ristir mitt hjarta.
Þó tíminn líði, orð um þig hljóma.
Nú enn á ný, á himni stjarna þín skín.
Vísar mér veginn, ég heyri orð þín óma.
Minning þín, skýrt í huga birtist sýn.
Þó tíminn líði, í huga af þér leita,
við gröf þína, síðustu ummerki þín.
Minnast þín, því þér vill ég þér heita.
Þessi söngur er, hinsta kveðja mín.
Þó tíminn líði, í hjarta alltaf geimi,
hlátur þinn og bros, og líka þinn grátur.
Að hafa þig aftur, ég oft um það dreymi,
en alltaf stendur kross þinn kyrrlátur.
Þó tíminn líði, minningar um þig lifa,
er þú varst hér, á þessari grund.
Þó sagt er, þær hverfi er stundirnar tifa,
samt upp kemur, mynd í huga um stund.
Samið 30. 05 2018 (Einu erindi bætt við 2020)
Þessum texta og lagi hef ég tileinkað frænku minni er kvaddi okkur alltof snemma og einnig þeim bekkjar systkinum er hafa kvatt. Guð blessi ykkur öll.