Lykill lífs míns

Texti og lag: B.Ingi.S

Labba sallarólegur, en hjartað lemur, 
og ástargrauturinn innra með mér síður,
hugaróra þráin alltaf hjartað mitt kremur,
því hjartað róglóandi þín alltaf bíður.
Í mínum hugarheimum sé framtíð bjarta,
þúsund líf þar hef, mér finnst ég þekkja þig,
hef kannski dáið, ég hef gefið þér mitt hjarta,
ástir Rómeó og Júlíu ég sé þig og mig.
– Því mér finnst lífslykillinn vera hjá þér.

Hef oft heyrt talað og dreymt um framtíð bjarta,
veit ekki kannski er það ekki ætlað mér,
tel svo sem ekki hafa rétt til að kvarta,
en er villtur, því hugur minn hvílir hjá þér.
Í spegli framtíðar er þar allt gott og hreint,
í lífinu reyni að halda fastri stefnu,
langanir og þrár þeim get ekki lengur leynt,
get ekki gengir út frá neinu föstu gefnu.
– En mér finnst lífslykillinn vera hjá þér.

Örvæntingarfullt hjarta mitt slær ótt og títt,
tómur öllum stundum reyni lífið að skilja.
Finna lífssporið sem oftast er gott og hlýt,
nota til þess allan minn lífsorku vilja.
– Já mér finnst lífslykillinn vera hjá þér.

– Já mér finnst lífslykillinn vera hjá þér.

Samið um haustið 1995. 

Þessi texti var tilraun til að lýsa innri líðan og var skrifaður í Englandi haustið 1995.

Þennan texta sendi ég inn sem ljóð ásamt 3 öðrum, og komu út í ritinu “Læðingur” sem var Ljóða- og smásagnakver Bandalags íslenskra sérskólanema, árgangur 1998, á blaðsíðu 31. En þar notaði ég auðkennið B. Ingi Símonarson.

Ég var eiginlega búinn að gleyma því að ég hefi sent þennan texta inn sem ljóð, og var svolítið hissa að sjá að ég hefi gert það. En fyrir mér er þessi texti mjög persónulegur og tilraun að henda reiður á innri tilfinningar og lýsa innri líðan. Var hann skrifaður í Englandi haustið 1995. En annars bara gaman af því!

til baka