Í trúnni – kveðja förunautar

Texti og lag: B.Ingi.S

Þegar úti verður kalt
og heimur senn kveður mig.
Þá vill ég segja þér allt
og segja “Ég elska þig”.

Því dvölin er á enda
hér á jörðu þér við hlið
en samt mun ég þér senda
minn styrk, í sál þína frið.

Því í trúnni er minn styrkur
sem fær mig til að gefa.
Þótt ég sé ei alltaf virkur
þá mun trú’ hug minn sefa.

Svo þegar klukkur mér klingja
þá ég ekki hræddur fer
yfir gröf minni mun syngja
því ég tek því sem mér ber.


Þó ég vilji ei fara
úr hlutverki mínu hér
er þú hrædd leitar svara
þá mun trúin svara þér.

Og er eymdin þig vinnur
leiðina mun þér vísa
og þú traust frá mér finnur
í myrkri þér mun lýsa.

Því í trúnni er þinn styrkur
sem fær þig til að gefa.
Þótt þú sé ei alltaf virkur
þá mun trú’ hug þinn sefa.


Svo þegar klukkur mér hringdu

þá ég ekki hræddur fór.
Heldur mína söngva syngdu
því þá verður sál þín stór.

Þegar úti verður kalt
og heimur senn kveðjur mig.
Þá vill ég segja þér allt
og segja “Ég elska þig”.

Þessi texti er saminn kringum 27. September 1997.

Hugmyndin í þessum texta er hvernig væri að kveðja jarðvistina og þar með lífsförunautin. Er þetta einhverskonar kveðja til lífsförunautin er eftir situr.

til baka