Finndu hjá þér!

Texti og lag: B.Ingi.S

Öll höfum við upplifað náttmyrkrið,
sem stundum fellur eins og gára.
Finna sálin skríða inn í brotið virkið,
og á þínu lífsins vatni verur bára.

Þó svo að í lífi skiptast á skyn og skúrir,
og jafnvel innst í hjarta enga frið hefur.
Þú vilt ekki vakna, fastur í rúmi lúrir,
neitar því öllu sem einhvers þig krefur.

En finndu hjá þér lífsins neistann,
sem oft hefur gefið þér roða í kynn.
Ef þú hefur bundið niður, þá leystan,
  og reyndu að viðhalda því fyrst um sinn.
            Finndu hjá þér þá gleði, sem í þér býr,
            leitaðu eftir orkusprettu sem þig knýr.
            Má ég sjá þig, líða betur,
            ég veit þú margt getur.


Finndu þér góðan og traustan förunaut,
sem þú alltaf getur treyst á.
Taktu stefnuna heim finndu þína braut,
ef þú finnur muntu lífshamingjuna fá.

En finndu hjá þér lífsins neistann,
sem oft hefur gefið þér roða í kynn.
Ef þú hefur bundið niður, þá leystan,
  og reyndu að viðhalda því fyrst um sinn.
            Finndu hjá þér þá gleði, sem í þér býr,
            leitaðu eftir orkusprettu sem þig knýr.
            Má ég sjá þig, líða betur,
            ég veit þú margt getur.

Samið væntanlega 1996…1997.

Þessi texti sendi ég inn sem ljóð ásamt 2 öðrum, og kom út í ritinu “Læðingur” sem var Ljóða- og smásagnakver” er gefið var út í tengslum við menningarviku BÍSN 1997, og er að finna á blaðsíðu 27. En þar notaði ég auðkennið B. Ingi Símonarson.

til baka