Texti og lag: B.Ingi.S
Begga á Eyri var fögur snót,
á unglingsárum fór ofur hljót.
Hún var ekkert fyrir drykki og læti,
oft fyrir karlmenn brá hún fæti.
Ég kannaðist við hana á þessum árum,
er vemdarenglar láku tárum.
Minningu eina á er hún mér gaf,
því eitt kvöld hún hjá mér svaf.
Hún Begga á Eyri, með bros sitt svo blítt,
minning mín heyrir, hvað fang hennar var hlýtt.
Nú Begga á Eyri, hvar felurðu fang þitt nú,
hvað mig nú varðar, er minningin aðeins sú.
Eftir þessa nótt lágur okkar leiðir,
yfir lönd, vötn, hæðir og heiðir.
Seinna svarið við minni hugsun fann,
hún hafði hjá sér annan mann.
Nú sæl hún börnum sig vefur
líka bara hjá einum hún sefur.
Hún hefur sig fundið og rótum skotið,
á Eyri hún kallar litla kotið.
Hún Begga á Eyri, með bros sitt svo blítt,
minning mín heyrir, hvað fang hennar var hlýtt.
Nú Begga á Eyri, hvar felurðu fang þitt nú,
hvað mig nú varðar, er minningin aðeins sú.
Hún Begga á Eyri, með bros sitt svo blítt,
minning mín heyrir, hvað fang hennar var hlýtt.
Nú Begga á Eyri, hvar felurðu fang þitt nú,
hvað mig nú varðar, er minningin aðeins sú.
Gerður 06. apríl 1996.
Þessi texti fjallar um lítið ævintýri, sem óþarfi er að segja meira frá.
Ef ég man rétt þá flutti ég þetta lag “live” á opnum dögum eða eitthvað þegar ég var í FSNV væntanlega 1996. Fékk með mér flotta félaga og talið í!