Armar þínir

Texti og lag: B.Ingi.S

Alltaf man ég eftir örmum þínum
svo mjúkum og hlýjum.
Og öll kvöldin sem við áttum saman
eru föstu í minnum mínum.
             Þetta er minning sem hefur leikið mig grátt,
             og hefur þar með leitt mig í vitlausa átt.

Í rúminu einn ligg og hugsa um
þær stundir er þú varst hér.
En svo kemur upp í huga atvikið,
atvikið er þú fórst frá mér.
             Allar þær sorgir sem á eftir sárt fylgdu,
              og öll sár sem í sál minni eftir skyldu.

Á einmanna kvöldum minn hugur
ráfar um í leitinni að þér. (að þér leita)
Andvaka nætur og reikulir dagar
sálin frá líkama fer.
            Oft líður mér eins og týnd einmanna sál,
            í hjarta mér tendrar enn þá þétta bál.

En á ég í huga mér einkver staðar
litin langsóttan draum.
Og er ég sé þig snökkt bregða fyrir,
þá gef ég þér litin gaum.
           Þetta er minning sem á stað í mínu hjarta
             mér líður stundum eins og lítil varta.

En nú sé ég sár að einkver annar
á stað í örmum þínum.
Ég loka augum og fylli þá mynd
af okkur úr minnum mínum.

             Hvað sem ég vil um það segja
            þá fer öllum best bara að þegja.

Alltaf man ég eftir örmum þínum
svo mjúkum og hlýjum.
Og öll kvöldin sem við áttum saman
eru föstu í minnum mínum.
             Þetta er minning sem hefur leikið mig grátt,
             og hefur þar með leitt mig í vitlausa átt.

            Þú varst stúlkan mín.
            Þú varst stúlkan mín.
            Þú varst stúlkan mín.

Samið kringum 1997 … 1998.

Þennan texta sendi ég inn sem ljóð ásamt 3 öðrum, og komu út í ritinu “Læðingur” sem var Ljóða- og smásagnakver Bandalags íslenskra sérskólanema, árgangur 1998, á blaðsíðu 31. En þar notaði ég auðkennið B. Ingi Símonarson.

Þessi texti fjallar um að sjá á eftir ástinni út úr sínu lífi og inn í annað líf. Þær hugsanir og minningar er koma fram í hugann.