Stólar (Sigur á Krókinn)

Stólar, stuðningsmannalag Tindastóls í körfubolta, gefið út vorið 2019, er fyrsta stúdíó unna lag er við höfum tekið upp. Lagið er tekið upp í Stúdíó Sýrlandi og sá Gestur Sveinsson um upptökur og vinnslu á laginu.
Höfundur: Héðinn Sigurðsson.

Söngur (Hólavegsduettinn): Héðinn Sigurðsson og Valgerður Erlingsdóttir.

Hljóðfæraleikarar:

  • Baldvin Ingi Símonarson – Rafmagnsgítar
  • Héðinn Sigurðsson – Píanó
  • Sólmundur Friðriksson – Bassi
  • Þorbergur Skagfjörð Ólafsson – Trommur

Hér er hægt að nálgast lagið á Spotify Stólar (Eða leita að því undir Hljómsveit Baldvins I. Símonarsonar & Hólavegsduettinn).

Eins og ég sagði þá er þetta fyrsta lag er við Héðinn tókum upp og var hljómsveitin svolítið að verða til um leið. Aðferðarfræðin við að taka upp var okkur nánast óþekkt, og byrjuðum við á því að fara bara tveir í Sýrland og spila grunninn á gítar og píanó. Píanóið tekið fyrst upp og síðan gítargrunnur. Eins söng Héðinn inn grunnhugmynd af laginu. Næst skipti fengum við Begga og Sólmund til að koma og spila inn trommur og bassa inn. Næst kom Valgerður inn í þetta og lagði sönginn til. Eins spilaði ég annan gítar ofan á lagið.

Ég sendi lagið síðan á æskufélaga minn, Birkir Guðmundsson, er býr í Noregi, til að fá hans álit og kom hann til baka með hugmynd er við síðan notuðum í laginu.

Í höndum Birkis þá er kominn ný útgáfa af laginu er hefur verið kölluð Sigur á Krókinn. Eftir miklar pælingar og leit, þá var það úr að Siggi Sveins hjá Lifandi Myndum var fenginn til að gera eða klippa saman myndband við lagið. Lagið var svo frumsýnt á Facebook síðunni Stofu Stólar, er Eiki Hilmars heldur úti.

Hér er linkur á myndbandið af laginu á Youtube Sigur á Krókinn.

til baka