Söngkennsla – einkatímar

Afhverju?

Eftir þetta 3 mánaða námskeiðið hjá Söngsteypunni, þá er því ekki að neita að löngun var til staðar að halda eitthvað áfram. Af þessum 3 frábærum kennurum er komu við sögu var ein, Arna Rún Ómarsdóttir hjá Vocal Art, er náði mjög mikið að snúa upp á mig og náði ég í ákveðið samband við hana með þær pælingar er ég var með. Eftir að hún gaf færi á sér ákvað ég að fara til hennar í einkatíma, til að halda aðeins áfram á þessari leit minni að finna hvað býr í raddböndunum. Þegar þetta er skrifað um miðjan júní 2021, þá er ég búin að fara í 5 tíma til hennar og hefur verið mjög gaman. Hugmyndin er að halda eitthvað áfram með gaman er, enda tónlist tungumál sálarinnar.

Til baka