Sjálfsþekking til að minnka átök og árekstra

Hvað er til ráða við að minnka átök og árekstra í samfélögum okkar og mannkyninu?

Ég tek það fram að ég er hvorki sálfræðingur né félagsfræðingur, en hef leitast við að stundað sjálfsrækt í mörg ár. Ég ætla að velta þessu hugleiðingum aðeins upp, en ekki fara mjög djúpt í þær, heldur almennt, alla vegna að svo stöddu.

Mjög mörg kerfi eru til, og kannski vandamálið að við erum ekki sammála um þau og deilur snúast oft um þau manna á milli. Trúarkerfin, vísindi og margskonar heimspekikerfi eru þau er við þekkjum helst í dag.

Oft er sagt að best sé að byrja á sjálfum sér og þá sínum garði áður en maður fer að hugsa út fyrir eða ætlar að hafa áhrif víðar. Þá koma upp tvö kerfi er mér finnst að við þurfum að taka upp sem samfélag og mannkyn fyrr eða síðar. Það eru stjörnumerkja fræðin er snúast um það sem kallað er persónulega sjálfið hér í þessu jarðlífi og hins vegar sálnafræðin og annað er þeim fylgir.

Það er nefnilega sorglega oft er við komum okkur eða setjum aðra í þær aðstæður er henta okkur eða viðkomandi alls ekki og hefur neikvæð og jafnvel skemmandi áhrif. Við erum að sjá þetta í atvinnulífinu, skólum, fjölskyldumynstrum og jafnvel frístundum að við erum í aðstæðum eða eru að vanrækja þau element er við samanstöndum af.  Búum í húsakynnum er henta okkur ekki, vinnum vinnu er gefa okkur lítið andlega, skólinn formar okkur í kerfi er á ekki við okkur, foreldrar móta okkur eftir sinni hugsjón ekki hvað er okkur fyrir bestu, svo eitthvað sé nefnt.

Stjörnumerkin.

Flest okkar þekkja í hvaða grunnmerki eða „í sól“ við erum, þegar kemur að stjörnumerkjunum. Margir skilja grunnt hvað það merkir að vera í þessu eða hinum stjörnumerkinu. En einstaklingurinn samanstendur af fleiri þáttum en grunnþættinum „í sól“, heldur erum við eitthvað „í tungli“, „í Venus“, „Í mars“. „rísandi“ og fleiri er búa til persónusköpun okkar. Hvernig þetta raðast upp fer síðan eftir því hvar og nákvæmlega hvenær við erum fædd.

Sálarfræðin.

Síðan eru það sálarfræin, er setja til um af hvaða 2 sálnahlutverkum sálin okkar saman stendur af. Þau þekkja því miður færri, en þau hafa mjög mikil áhrif á persónusköpun okkar og eftir því er við eldumst, og þá þroskumst og lærum, enn þá hafa þau meiri áhrif á okkur. En tilvist okkar og hlutverk hér á jörðinni miðast af því hvaða þroska og upplifun sálin ætlar sér að fá út úr þessu ákveðna jarðvistarlífi. Síðan koma hulur, hindranir og fleira þar inn í þegar dýpra er farið. Að vita sálnahlutverk sitt eða viðkomandi getur verið mjög fræðandi og hjálpað til að auka, skilja og efla þroska, bæði sýns eigin og annara. Því þegar verið er að byggja okkur undir lífið er mikilvægt að gera það sem best svo okkur vegni sem best. Foreldrar, kennarar og aðrir fagaðilar vilja öllum vel og gera ávallt sitt besta, en ef dýpri skilning vantar þá verður útkoman lakari en ella og því miður oft meira um árekstra og átök.

Hvað svo?

Eftir að við fæðumst, þá leggjum við af stað út í lífið, þar sem allar ytri aðstæður hafa áhrif á okkur, kallað lærdómur og þroski, er togar okkur og teygir í allar áttir. Margt er gott og annað er miður. Þetta kemur okkur oft á stað er á í raun ekki við okkur. Sum okkar snúa af braut og sækja þangað er hentar betur, en aðrir oft á tíðum festast og ílengjast er veldur jafnvel ýmiskonar erfiðleikum.

Eins og staðan, er mér sýnist, er í dag, þá held ég að það væri gott væri ef þessi fræði yrðu meira upp á borðum. Held þau gætu hjálpað okkur að skila hvað við erum að ganga í gengum, orkulega séð og hafa upplifanir eru að eiga sér stað. Gætu jafnvel útskýrt ójafnvægi og titring er á sér stað okkar á milli. Ég veit hins vegar að vísindin og ýmis fræði, setja sig upp á móti þessu því þetta rýmast ekki innan þeirra hugmynda, og sætta sig heldur ekki við að þekkingin sé almenn. En eru samt í róleg heitunum að opna sig fyrir þess konar fræðum þegar þau sigla í strand með sýnar sannanir, en vita að það er eitthvað meira er þau ná ekki utan um og jafn fram er kallað er eftir skilning á.

Þetta er að verða aðeins lengra en ég ætlaði mér núna, segi þetta því gott að sinni.

Kv. Baldvin Ingi (17.09 2023)

Til baka