Peningar eru eitt form orku heimsins.

Flest okkar eru mjög upptekin af peningum, enda er það gjaldmiðill okkar áfram í lífinu. Allt er drifið af peningum, og öll hjól lífisin virðast snúast um peninga. Peningar eru alls ekki slæmir, ef flæði þeirra er eðlilegt og greiða götu fólks. En peningar hafa líka skugga hliðar, það er þegar þeir byrja að safnast upp og flæði þeirra stoppar. Þegar peningar byrjað safnast upp, þá kallar það oft á misnotkun þeirra og ýmiskonar valdbeiting byrjar að sýna sig. Peningar virðast líka fá okkur til að gera hluti er við jafnvel kærum okkur ekki um að gera, en látum til leiðast bara til að eignast peninga.

Óeðlilegt orkufæði peninga eða óeðlileg peninga söfnun, virðist líka breyta og jafnvel rugla orkuflæðis uppbyggingunni. Eðlilegt flæði er að þeir eldri og reyndari leiðbeini þeim sem eru yngri og óreyndari, þeir sem kunna kenni þeim er ekki vita. Hins vegar þegar peningar eru notaðir til að kaupa sig til í þessu flæði er hætt við að orku stíflur og meinsemd fæðist.

Af hverju ég hef orð á þessu, er sú að mér finnst of mikið um þetta vera til staðar hjá okkur og sú sýn er ég hef hvað gerist ef við náum að leiðrétta orkuflæðið, er hvetur mig til þess. Þetta er einfalt, ef við hvert og eitt okkar einbeitum okkur á því að leiðrétta okkar orkuflæði peningana, eins og okkur er fært, þá mun það á endanum verða rétt og þau mein er hafa skapast leysast upp. Munið að við erum hluti af þessu orkuflæði og berum ábyrgð á okkar hluta þess.

Peningar eru eitt form af OKRU heimsins og við mannfólkið er búum þessa jörð, stjórnum og viðhöldum því.

Baldvin Ingi (13.01 2024)

Til baka