Orkan og hinn kyrri hugur

Mynd fengin af netinu.

Oft hefur verið talað um mikilvægi þess að vera í núinu. Hvorki lifa í fortíð eða vera með hugann of mikið við framtíðina. En af hverju er það og hvaða gerist orkulega séð ef maður er ekki í núinu?

Hinn kyrri hugur er þegar hvorki er verið að hugsa um liðna atburði eða hvað mun gerist í komandi framtíð, hugurinn er í viðtekt fyrir umhverfi sínu og því er kemur til okkar. Orkan flæðir óhindrað inn í líkamann og aftur út úr honum. Hins vegar ef við förum að velta okkur fyrir því er hefur gest, og getum ekki komist út úr því, þá situr sú orka er fylgir þeirri hugsun í líkamanum, í stað þess að flæða aftur burt, og getur myndað orkustíflur í líkamanum og ef þær eru ekki hreinsaðar burt, ítrekað hugsað um atburðinn, þá getur það leitt af sér líkamleg vandræði. Hér er ekki verið að tala um endurminningar er vekja upp augnabliks tilfinningar eða minna okkur á lærða reynslu. Sama gildir um sín endurtekna dagdrauma um eitthvað er hugsanlega getur orðið eða ekki. Að sama skapi er hér ekki verið að tala um ásett heilbrigt framtíðar markmið til að stefna að.

Oft er ruglingur um virkni hugsanns og hjartans eða hjartastöðvarinnar, en þessu tvennu er mjög mikið ruglað saman. En milli hugans og hjartastöðvarinnar er mikið samspil á ferðinni. Hugurinn er verkfærið til að vinna úr upplýsingum er okkur berast og stjórna grunn framkvæmdum líkamans. Þáttur hjartastöðvarinnar er hins vegar mun meira, en í henni er Guðlegur neisti okkar og sálarinnar er við stöndum af. Með fæðingu okkar og tilvist á jörðinni hefur sálin ætlað sér að ganga í gengum ákveðna reynslu er færir henni ákveðin þroska og upplifun. Hjartastöðin býr yfir þessum upplýsingum, sem eru byrjunar leiðarvísir okkar á jörðinni og jafnframt tenging okkar við hið guðlega og Almættið. Út frá hjartastöðinni flæðir orka í gegnum hinar orkustöðvar líkamans. Hugurinn sem er stjórntæki líkamans og sálin notar til úrvinnslu, hefur þróað með sér ýmiskonar varnartæki gengum aldirnar. Þessi varnarkerfi þurfum við að læra á og ná tökum á að stjórna, annars valda þau ójafnvægi í líkamanum og trufla oft á tíðum daglegt líf okkar.

Til baka