Panorama myndir

Víðmyndir (panorama) eru myndir sem eru saman settar, 2 eða fleiri. Það er smá list að búa svoleiðis myndir til, en tölvutæknin í dag hefur gert það einfaldara en áður. Það getur samt verið list að gera það vel, en þessar myndir geta verið mjög skemmtilegar og því gaman að leika sér af því.

Skagafjörður (15.08 2020)

Þessar myndir tók ég fyrir utan Skálholt í Skagafirði á Sony GM 70…200mm linsu. Þetta eru 3 myndir settar saman og sýnir kvöldsólina.

Grafarvogur (22.05 2020)

Þessi mynd er tekin í Grafarvogi yfir gólfvöllinn að hluta til og út á fjörðinn. Þetta er líka tekið á Sony GM 70…200mm linsuna. Þetta eru líka 3 samansettar myndir og sýna líka kvöldsólina.

til baka