Norðurljósin

Norðurljósin eru eitt af þeim fyrirbrigðum er heillar fólk um allan heim, enda upplifun af þeim æðisleg. Ég hef sjálfur heillast af þeim alla tíð, og eftir að hafa verið dregin eina ferð að mynda þau, var ekki aftur snúið. Að vera 2 saman einhvers staðar afskekkt í myrkrinu að reynda að fanga birtingarmyndir norðurljósanna, er æðisleg upplifun og alltaf jafn skemmtilegt. Hér koma fyrir eitthvað af myndum um norðurljósið þar er ég reyni að fanga þessa upplifun.

Tekin á Þingvöllum, 31. Janúar 2019.

Þessi mynd er tekin í fyrstu myndaferðinni minni að mynda norðurljósin. Ekki átti ég svo sem von á einhverju stóru, en bara að ná myndum af þeim var æðislegt á þessum tíma. Fékk reyndar frábæra leiðsögn, frá miklum snillingum, sem er dýrmætt! Að fá svona byrjun er geggjað!
Þingvellir hafa alltaf verið minn uppáhaldsstaður á Íslandi, orkan þar æðisleg. Því er ekki leiðinlegt að sameina þetta tvennt.

Þingvallavatn (23.09 2020)

Að mynda á Þingvöllum er alveg sérstakt, orkan æðisleg og eitthvað svo sérstakt. Búinn að eiga margar góðar stundir á þar og á eftir að eiga margar góðar stundir þar. Þetta kvöld fengum við æðislega sýningu.

Brúinn við Hafravatn, Mosfellsbæ (23.10 2020)

Stökk í smá stund létt klæddur, eins og ég geri stundum, til að ná augnablikinu. Misjafnt er hvað mikill læti eru í norðurljósunum, en hér er það brúinn og litirnir í henni er heilla mig.

Skagafjörður (19.02 2021)

Þegar ég fór norður til að halda upp á 70 ára afmæli móður minnar, þá stalst ég út í rúma 2 tíma til að mynda norðurljósin og þetta er ein af myndunum af sýningunni er ég fékk þar.

Þingvallavatn (24.02 2021)

Ég er búinn að sjá margar mjög góðar norðurljósa sýningar á himninum, síðan ég byrjaði að mynda norðurljósin, en hér kemur mynd frá einni mestu sýningu er ég hef upplifað hingað til!

Eyjafjörður (17.09 2021)

Tekið á túninu beint fyrir ofan Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit. Óvænt en skemmtileg sýning það kvöldið.

Eyjafjörður (17.09 2021)

Tekið á túninu beint fyrir ofan Jólagarðinn í Eyjafjarðarsveit.

til baka