Hver hefur ekki gaman af því að taka landslagsmyndir! Við landslagsmyndirnar hef ég notað mest Sigma 14mm linsuna, en einnig hef ég verið að nota Sony GM 70…20mm linsuna.
Tekin út á Þingvalavatn, 31. janúar 2019.
Hér var ég með Frikka félaga mínum, en ætlunin var að reyna við norðurljósin, en stundum gefa þau sig ekki. Birtan yfir eyjunni og litirnir í himninum heilluðu mig hér.
Á ferð um Snæfellsnesið (14.04 2020)
Á leiðinni í myndatúr um Snæfellsnesið þá var þessi mynd tekin.
Úlfarsfell (15. 02 2020)
Svört / hvít mynd tekin af Úlfarsfellinu okkar hér í Mosfellsbæ. Tekin á túninu undir þjóðveginum. Hef ekki verið mikið fyrir svart / hvítar myndir, en kemur fyrir.
Skagafjörður (19.04 2019)
Séð út fjörðinn, með gömlu Ernuna í fjöruborðinu. Eins má sjá eyjarnar í baksýn.