Kirkjur

Kirkjur hefur mér alltaf fundist heillandi viðfangsefni að mynda, veit ekki hvað það er! Hvort það verða allar kirkjur landsins eða ei, þá er hér að finna myndir af þeim kirkjum er ég hef myndað.

  • Grundarkirkja Eyjafjarðarsveit (1904-05)
  • Húsavíkurkirkja (1907)
  • Grindavíkurkirkja eldri (1909)
  • Grindavíkurkirkja yngri (1982)
  • Kirkjuvogskirkja í Höfnum (1890-61)
  • Þorlákskirkja í Þorlákshöfn (1982)
  • Strandakirkja (1888)
  • Þingvallarkirkja (1859)
  • Selfosskirkja (1952-1956)
  • Kirkjan á Munaþverá í Eyjafjarðarsveit (1844)
  • Stykkishólmskirkja eldri (1879)
  • Grundarfjarðarkirkja (1966)
  • Garðakirkja Álftanesi (1879)
  • Hafnarfjarðarkirkja (1914)
  • Kirkja Óháða safnaðarins (1959)
  • Grafarvogskirkja (1993)
  • Krýsuvíkurkirkja (1857)
  • Árbæjarkirkja (1987)
  • Breiðholtskirkja (1988)
  • Njarðvíkurkirkja (Innri) (1886)
  • Njarðvíkurkirkja (Ytri) (1979)
  • Torfastaðarkirkja (1893)
  • Siglufjarðarkirkja (1931)
  • Möðruvallakirkja (1847)
  • Blöndóskirkja eldri (1895)

  • Rípurkirkja Hegranesi (1924)
  • Sauðárkrókskirkja (1892)
  • Glaumbæjarkirkja Skagafirði (1926)
  • Kotstrandarkirkja (1909)
  • Kálfatjarnarkirkja (1892-93)
  • Lágafellskirkja Mosfellsbæ (1889)
  • Munkaþverákirkja í Eyjafjarðarsveit (1844)
  • Mosfellskirkja í Mosfellsdal (1965)
  • Húsafellskirkja (1973)
  • Búðarkirkja á Snæfellsnesi (1847 / 1987)
  • Bjarnarhafnarkirkja á Snæfellsnesi (1857)
  • Reykjahlíðarkirkja í Mývatnssveit (1962)
  • Háteigskirkja í Reykjavík (1965)
  • Guðríðarkirkja Grafarholti (2008)
  • Fríkirkjan í Reykjavík (1901)
  • Seljakirkja í Breiðholti (1987)
  • Maríukirkja í Breiðholti (1985)
  • Fella- og Hólakirkja (1988)
  • Seltjarnarneskirkja (1989)
  • Keflavíkurkirkja (1815)
  • Kirkja Heilags Jóhannesar Páls II á gamla vellinum
  • Hofsóskirkja (1960)
  • Ólafsfjarðarkirkja (1915)
  • Blöndóskirkja (1993)

(Upplýsingar um kirkjur er koma fram á þessari síðu er fengnar meðal annars af netinu og þá oft frá Wikepedia. Stundum er erfitt að segja til um nákvæmlega dagsetningu af ýmsum ástæðum, en þær eru settar fram meira til gamans og viðmiðunar. Ef réttari upplýsingar koma fram eru þær vel þegnar.)

Grundarkirkja í Eyjafjarðarsveit (20.07 2019)

Þetta er ein af fáum kirkjum sem eru í einkaeign, byggð um 1904-1905.
Í þessari kirkju gifti ég mig árið 2007.

Húsavíkurkirkja (03.08 2019)

Húsavíkurkirkja var vígð 2. júní 1907.
Þessi mynd er tekin um verslunarmannahelgi, en við vorum í útilegu Laugum í Þingeyjarsveit, og að sjálfsögðu var tekin rúntur eins og alltaf um þá helgi.

Glaumbæjarkirkja í Skagafirði (20.04 2019)

Glaumbæjarkirkja var reist 1926.
Á ferð um Skagafjörð yfir í Eyjafjörð og komið hér við.

Rípurkirkja Hegranesi, í Skagafirði (20.04 2019)

Núverandi kirkja er frá 1924.
Í Hegranesi steig ég mín fyrstu skref, svo ég held svolítið upp á þetta svæði. Vert er að taka fram að kirkjan var máluð núna í sumar, 2020, svo ég þarf að taka aðra mynd af henni.

Sauðárkrókskirkja (20.04 2019)

Sauðárkrókskirkja var vígð 9. september 1892. Kirkjan var stækkuð árin 1957 og 1958 og turninn endurbyggður og steyptur kjallari. Fyrir hundrað ára afmæli kirkjunnar var hún svo endurbyggð að miklu leyti og lengd um tæpa fjóra metra til vesturs.
Altaristafla kirkjunnar er frá 1985.
Þetta er sú kirkja er ég hef sjálfsagt komið oftast í. Fyrir utan að ég var fermmdur í henni, hef ég verið í giftingum, jarðaförum og hef bundum athöfnum í henni.

Grindavíkurkirkja eldri (23.09 2020)

Grindavíkurkirkja eldri var reist 1909.
Í einni vinnuferðinni í Grindavík, kom ég hér við og tók þessa. Einhverjar framkvæmdir í gangi. Þyrfti að koma hér við aftur af þeim loknum.

Grindavíkurkirkja yngri (23.09 2020)

Grindavíkurkirkja yngri var reist 1982.
Þessi mynd tekin í sömu ferð og af eldri kirkjunni. Glæsileg kirkja, þarf að koma inn í hana einhvern daginn.

Kotstrandarkirkja (21.06 2020)

Kotstrandarkirkja var reist 1909.
Komið við á leiðinni heim úr helgarferð, en var búin að horfa svolítið oft á hana en ekki gefið mér tíma fyrr en núna.

Kirkjuvogskirkja í Höfnum (12.01 2020)

Kirkjuvogskirkja í Höfnum á Reykjanesi var byggð 1860-61.
Við félagarnir tökum myndaferð þangað og var hún mynduð í leiðinni.

Kálfatjarnarirkja (10.08 2019)

Kálfatjarnarkirkja í Vogum var byggð á árunum 1892-93 og vígð 11. júní 1893.
Var á heimleið frá Grindavík og tók rúnt niður að kirkjunni.

Kirkja rétt hjá Laugarvatni (30.05 2019)

Veit ekkert um þessa kirkju nema það að hún er á einkalóð og í einkaeigu, sem samt aflögð sem kirkja.
Rakst á hana nálagt Laugarvatni.

Þorlákskirkja (21.05 2019)

Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, var vígð 1982.
Ég hef oft verið að vinna í Þorlákshöfn og kirkjan er með flottari kennileitum þar svo hún hefur oft verið mynduð.

Lágafellskirkja í Mosfellsbæ (06.05 2020)

Lágafellskirkja var reist 1889.
Þetta er sú kirkja er væntanlega telst mín kirkja. Reyndar ekki komið oft í hana, þó fermdist eldri dóttir mín þar.

Strandakirkja (16.05 2020)

Strandakirkja við Engilvík á Suðurstrandavegi, var reist 1888.
Á ferð frá Þorlákshöfn yfir í Grindavík, og kom þar við.

Munkaþverákirkja (21.04 2019)

Munkaþverákirkja í Eyjafjarðarsveit er reist árið 1844.
Tók rúnt um Eyjafjarðarsveitina og heimsótti eitthvað af kirkjunum þar.

Þingvallakirkja (27.04 2019)

Þingvallakirkjan var reist 1859, en nýr turn var byggður 1907).

Mosfellskirkja (23.03 2019)

Selfosskirkja (04.05 2019)

Selfosskirkja var reist á árunum 1952-1956. Klukkuturn á milli Kirkju og safnaðarheimilis.

Húsafellskirkja (13.07 2019)

Húsafellskirkja vígð 1973. Talið er að kirkja hafi verið þar allt frá 1170.
Tækifærið notað þegar verið var í útilegu í Húsafelli að heimsækja þessa kirkju og mynda.

Kirkjan á Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit (20.07 2019)

Kirkjan á Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit var reist 1844.

Búðarkirkja á Snæfellsnesi (30.07 2019)

Búðarkirkja eða Svarta Kirkjan eins og hún er oft kölluð á Snæfellsnesi var fyrst reist 1847 og síðan endurreist 1987 í upprunalegri mynd.
Oft búin að koma að þessari kirkju og er það alltaf gaman.

Stykkishólmskirkja eldri (1879)

Stykkihólmskirkja eldri var byggð 1879.
Stykkihólmur heimsóttur heim og dvalið á tjaldstæðinu.

Bjarnarhafnarkirkja (31.07 2019)

Bjarnarhafnarkirkja á Snæfellsnesi var vígð 1857.
Skoðuðum þessa gömlu kirkju þegar við heimsóttum hvalasafnið á Bjarnarhöfn, en hún var lokuð og því bara skoðuð utan frá.

Grundarfjarðarkirkja (31.07 2019)

Grundarfjarðarkirkja var vígð 31.07 1966.

Reykjahlíðakirkja í Mývatnssveit (04.08 2019)

Reykjahlíðarkirkja í Mývatnssveit, var byggð 1958-1962.

Garðakirkja (02.10 2019)

Garðakirkja á Álftanesi er með elstu kirkjustöðum á Íslandi, var byggð 1879.

Hafnarfjarðarkirkja (11.10 2019)

Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914.

Háteigskirkja í Reykjavík (26.10 2019)

Háteigskirkja í Reykjavík, var vígð 1965.

Kirkja Óháða safnaðarins (26.10 2019)

Kirkja Óháða safnaðarins, er stendur við Háteigsveig 59, var fullreist árið 1959.

Guðríðarkirkja í Grafarholti (22.02 2020)

Guðríðarkirkja var vígð í desember 2008 og þjónar íbúum Grafarholts og Úlfarsársdals.

Grafarvogskirkja (21.03 2020)

Grafarvogskirkja var vígð 12. desember 1993, eða fyrri hluti og lokið við byggingu hennar árið 2000.

Fríkirkjan í Reykjavík (30.03 2020)

Fríkirkjan í Reykjavík var byggð 1901, en síðar hefur verið tvívegis aukið við hana. Fríkirkjan er söfnuður kristinna lútherstrúarsafnaðarins og stendur við Fríkirkjuveg við Tjörnina í Reykjavík.

Krýsuvíkurkirkja (26.12 2020)

Krýsuvíkurkirkja var reist 1857 og var lögð niður sem sóknarkirkja 1929. Ekki skemmir að tunglið er fyrir ofan hana.

Seljakirkja (23.01 2021)

Seljakirkja í Seljahverfi (Breiðholti) var vígð 13.12 1987. Á margan hátt mjög sérstök kirkja að mínu mati og turninn skemmtilegur.

Maríukirkja (Reykjavík) (23.01 2021)

Maríukirkja í Seljahverfi (Breiðholti), er kirkja Maríu meyjar, stjörnu hafsins er kaþólsk sóknarkirkja. Hún var tekin í notkun 25. mars 1985 (á boðunardegi Maríu) og loks vígð 24. maí 2001.

Árbæjarkirkja (23.01 2021)

Árbæjarkirkja var vígð 29. mars 1987.

Fella- og Hólakirkja (23.01 2021)

Fella- og Hólakirkja var formlega vígð á pálmasunnudag 1988. Þó ég hafi væntanlega tilheyrt þessari sókn, en ég bjó í Rjúpufelli 48 í 1,5 ár þá hef ég aldrei komið að þessari kirkju áður.

Breiðholtskirkja (23.01 2021)

Breiðholtskirkja var vígð 13. mars 1988. Mjög sérstök kirkja í útliti og heyrði ég að það væri stundum kallað indjánatjaldið. Ég tilheyrði þessari kirkjusókn í um 10 ár.

Seltjarnarneskirkja (30.10 2021)

Seltjarnarneskirkja var vígð 19. febrúar 1989.

Njarðvíkurkirkja (Innri) (13.03 2021)

Njarðvíkurkirkja innri. Við systkinin og makar fórum á hótel 2 nætur og á laugardeginum var farinn rúntur og þessi kirkja þar á meðal heimsótt. Kirkja sem þar er nú var reist 1884-86.

Keflavíkurkirkja (13.03 2021)

Keflavíkurkirkja. Þessa helgi fór ég einnig að þessari kirkju. Kirkja var byggð í Keflavík rétt fyrir aldamótin 1900, timburkirkja sem fauk áður en smíði hennar var fulllokið skömmu eftir aldamótin. Kirkjan var vígð 14. febrúar 1915.

Njarðvíkurkirkja (Ytri) (13.03 2021)

Njarðvíkurkirkja ytri. Ein af nýstárlegri kirkjum landssins. Hún var vígð á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1979 eða tæpum áratug eftir að fyrsta skóflustungan var tekin.

Kirkja Heilags Jóhannesar Páls II (13.03 2021)

Kirkja Heilags Jóhannesar Páls II. Upp á gamla vellinum er þessi kirkja. Veit og fann lítið um þessa kirkju.

Torfastaðarkirkja (13.03 2021)

Torfastaðarkirkja. Byggingarár: 1892-1893. Timburhús en búið að klæaða hana og friða.

Hofsóskirkja (16.08 2021)

Hosóskirkja, byggð um 1960. Tókum lengri leiðina heim frá Akureyri og komum hér við.

Siglufjarðarkirkja (16.08 2021)

Siglufjarðarkirkja. Byggingarár: 1931. Tókum lengri leiðina heim frá Akureyri og komum hér við.

Ólafsfjarðarkirkja (16.08 2021)

Ólafsfjarðarkirkja. Byggingarár: 1915. Breytingar: Kirkjan lengd 1997 og safnaðarsalur og safnaðarheimili byggð við norðurhlið. 

Möðruvallakirkja (15.08 2021)

Möðruvallakirkja, Eyjafirði. Byggingarár: 1847. Timburhús,11,7 m að lengd og 5,41 m á breidd.

Blöndóskirkja (29.07 2022)

Blöndóskirkja vígð 1993. Mjög sérstök í laginu.

Blöndóskirkja eldri (23.07 2022)

Blöndóskirkja eldri vígð 1895.

til baka