Kirkjur

Kirkjur hefur mér alltaf fundist heillandi viðfangsefni að mynda, veit ekki hvað það er! Hvort það verða allar kirkjur landsins eða ei, þá er hér að finna myndir af þeim kirkjum er ég hef myndað.

 • 1) Grundarkirkja Eyjafjarðarsveit (1904-05)
 • 3) Glaumbæjarkirkja Skagafirði (1926)
 • 5) Sauðárkrókskirkja (1892)
 • 7) Grindavíkurkirkja yngri (1982)
 • 9) Kirkjuvogskirkja í Höfnum (1890-61)
 • 11) Reynisvatnskirkja í Rvk. (aflögð) (1984).
 • 13) Lágafellskirkja Mosfellsbæ (1889)
 • 15) Munkaþverákirkja í Eyjafjarðarsveit (1844)
 • 17) Mosfellskirkja í Mosfellsdal (1965)
 • 19) Húsafellskirkja (1973)
 • 21) Búðarkirkja á Snæfellsnesi (1847 / 1987)
 • 23) Bjarnarhafnarkirkja á Snæfellsnesi (1857)
 • 25) Reykjahlíðarkirkja í Mývatnssveit (1962)
 • 27) Hafnarfjarðarkirkja (1914)
 • 29) Kirkja Óháða safnaðarins (1959)
 • 31) Grafarvogskirkja (1993)
 • 33) Krýsuvíkurkirkja (1857)
 • 35) Maríukirkja í Breiðholti (1985)
 • 37) Fella- og Hólakirkja (1988)
 • 39) Seltjarnarneskirkja (1989)
 • 41) Keflavíkurkirkja (1815)
 • 43) Kirkja Heilags Jóhannesar Páls II
 • 45) Hofsóskirkja (1960)
 • 47) Ólafsfjarðarkirkja (1915)
 • 49) Blöndóskirkja (1993)
 • 51) Saurbæjarkirkja í Eyjafjarðarsveit (1858)
 • 53) Hraungerðiskirkja (1902)
 • 55) Skálholtskirkja (1963)
 • 57) Kirkjuhvammskirkja (1957)
 • 59) Landakotskirkja / Kaþólska kirkja (1929)
 • 61) Bústaðakirkja (1971)
 • 63) Eyrarbakkakirkja (1890)
 • 65) Hrepphólakirkja (1909)
 • 67) Tjarnarkirkja (1892)
 • 69) Vallarkirkja (1861)
 • 71) Akureyrarkirkja (1940)
 • 73) Lögmannshlíðarkirkja, Akureyri (1860)
 • 75) Kaupangskirkja Eyjafirði (1922)
 • 77) Miklabæjarkirkja Skagafirði (1973)
 • 79) Bólstaðarhlíðarkirkja Húnavatnssýslu (1888)
 • 81) Svalbarðskirkja Eyjafirði (1957)
 • 83) Úthlíðarkirkja (2006)
 • 85) Gaulverjabæjarkirkja (1909)
 • 87) Tungufellskirkja (1856)
 • 89) Reynistaðarkirkja (1868)
 • 91) Helgafellskirkja Stykkishólmi (1903)
 • 93) Hjallakirkja í Ölfusi (1928)
 • 95) Sjávarborgarkirkja Skagafirði (1853)
 • 97) Ingjaldshólskirkja Snæfellsnesi (1903)
 • 99) Kálfholtskirkja Árnessýsla (1979)
 • 101) Innri-Hólmskirkja (1892)
 • 103) Akraneskirkja (1896)
 • 105) Fríkirkjan í Hafnarfirði (1913)
 • 107) Lindakirkja í Kópavogi (2008)
 • 109) Áskirkja (1983)
 • 111) Hjallakirkja í Kópavogi (1993)
 • 2) Húsavíkurkirkja (1907)
 • 4) Rípurkirkja Hegranesi (1924)
 • 6) Grindavíkurkirkja eldri (1909)
 • 8) Kotstrandarkirkja (1909)
 • 10) Kálfatjarnarkirkja (1892-93)
 • 12) Þorlákskirkja í Þorlákshöfn (1982)
 • 14) Strandakirkja (1888)
 • 16) Þingvallarkirkja (1859)
 • 18) Selfosskirkja (1952-1956)
 • 20) Möðruvallakirkja, Fellshlíð, í Eyjafirði. (1899)
 • 22) Stykkishólmskirkja eldri (1879)
 • 24) Grundarfjarðarkirkja (1966)
 • 26) Garðakirkja Álftanesi (1879)
 • 28) Háteigskirkja í Reykjavík (1965)
 • 30) Guðríðarkirkja Grafarholti (2008)
 • 32) Fríkirkjan í Reykjavík (1901)
 • 34) Seljakirkja í Breiðholti (1987)
 • 36) Árbæjarkirkja (1987)
 • 38) Breiðholtskirkja (1988)
 • 40) Njarðvíkurkirkja (Innri) (1886)
 • 42) Njarðvíkurkirkja (Ytri) (1979)
 • 44) Torfastaðakirkja (1893)
 • 46) Siglufjarðarkirkja (1931)
 • 48) Möðruvallakirkja Hörgárdal (1847)
 • 50) Blöndóskirkja eldri (1894)
 • 52) Brautarholtskirkja (1857)
 • 54) Ólafsvallakirkja í Árnesi (1897)
 • 56) Hallgrímskirkja (1986)
 • 58) Hvammstangakirkja (1957)
 • 60) Fossvogskirkja (1948)
 • 62) Digraneskirkja (1994)
 • 64) Bræðratungukirkja (1911)
 • 66) Hjarðarholtskirkja (1904)
 • 68) Dalvíkurkirkja (1960)
 • 70) Stærra Árskógskirkja (1927)
 • 72) Péturskirkja, Akureyri (2000)
 • 74) Glerárkirkja, Akureyri (1992)
 • 76) Silfrastaðarkirkja Skagafirði (1896)
 • 78) Víðimýrakirkja Skagafirði (1934)
 • 80) Þorgeirskirkja Þingeyjarsýslu (2000)
 • 82) Miðdalskirkja Kjósahreppi (1869)
 • 84) Haukadalskirkja (1843)
 • 86) Neskirkja Rvk (1957)
 • 88) Raufarhafnarkirkja (1929)
 • 90) Stykkishólmskirkja (1990)
 • 92) Hveragerðiskirkja (1972)
 • 94) Hrunakirkja Flúðum (1865)
 • 96) Brimilsvallakirkja Snæfellsnesi (1923)
 • 98) Ólafsvíkurkirkja (1967)
 • 100) Kópavogskirkja (1962)
 • 102) Saurbæjarkirkja Kjalarnesi (1904)
 • 104) Víðistaðakirkja í Hafnarfirði (1988)
 • 106) Vídalínskirkja í Garðabæ (1995)
 • 108) Laugarneskirkja (1949)
 • 110) Langholtskirkja (1984)

(Upplýsingar um kirkjur er koma fram á þessari síðu er fengnar meðal annars af netinu og þá oft frá Wikepedia. Stundum er erfitt að segja til um nákvæmlega dagsetningu af ýmsum ástæðum, en þær eru settar fram meira til gamans og viðmiðunar. Ef réttari upplýsingar koma fram eru þær vel þegnar.)

Af Vísindavefnum er áætlað að 362 kirkjur sé á Íslandi. Það fer aðeins eftir því hvernig þær eru taldar. Merkilegt að það liggi ekki ljós fyrir. En hvað um það ég á eitthvað í land með að klára að mynda þær allar.

1. Grundarkirkja (20.07 2019)

Grundarkirkja í Eyjafjafirði er ein af fáum kirkjum sem eru í einkaeign, byggð um 1904-1905. Magnús Sigurðsson, byggði hana fyrir eigið fé.
(Í þessari kirkju gifti ég mig árið 2007.)

2. Húsavíkurkirkja (03.08 2019)

Húsavíkurkirkja var vígð 2. júní 1907.
Þessi mynd er tekin um verslunarmannahelgi, en við vorum í útilegu Laugum í Þingeyjarsveit, og að sjálfsögðu var tekin rúntur eins og alltaf um þá helgi. Arkitekt: Rögnvaldur Ólafsson. Efni: Timbur. Fleiri myndir.

3. Glaumbæjarkirkja í Skagafirði (20.04 2019)

Glaumbæjarkirkja var reist 1926.
Á ferð um Skagafjörð yfir í Eyjafjörð og komið hér við. Fleiri myndir.

4. Rípurkirkja Hegranesi, í Skagafirði (20.04 2019)

Núverandi kirkja er frá 1924.
Í Hegranesi steig ég mín fyrstu skref, svo ég held svolítið upp á þetta svæði. Fleiri myndir.

5. Sauðárkrókskirkja (19.04 2019)

Sauðárkrókskirkja var vígð 9. september 1892. Kirkjan var stækkuð árin 1957 og 1958 og turninn endurbyggður og steyptur kjallari. Fyrir hundrað ára afmæli kirkjunnar var hún svo endurbyggð að miklu leyti og lengd um tæpa fjóra metra til vesturs.
Altaristafla kirkjunnar er frá 1985.
Þetta er sú kirkja er ég hef sjálfsagt komið oftast í. Fyrir utan að ég var fermmdur í henni, hef ég verið í giftingum, jarðaförum og hefðbundnum athöfnum í henni. Fleiri myndir.

6. Grindavíkurkirkja eldri (23.09 2020)

Grindavíkurkirkja eldri var reist 1909.
Í einni vinnuferðinni í Grindavík, kom ég hér við og tók þessa. Einhverjar framkvæmdir í gangi. Þyrfti að koma hér við aftur af þeim loknum.

7. Grindavíkurkirkja yngri (23.09 2020)

Grindavíkurkirkja yngri var reist 1982.
Þessi mynd tekin í sömu ferð og af eldri kirkjunni. Glæsileg kirkja, þarf að koma inn í hana einhvern daginn.

8. Kotstrandarkirkja (21.06 2020)

Kotstrandarkirkja var reist 1909. Staðsett að Kotströnd í Ölfusi, 816 Hveragerði.
Komið við á leiðinni heim úr helgarferð, en var búin að horfa svolítið oft á hana en ekki gefið mér tíma fyrr en núna. Fleiri myndir.

9. Kirkjuvogskirkja í Höfnum (12.01 2020)

Kirkjuvogskirkja í Höfnum á Reykjanesi var byggð 1860-61.
Við félagarnir tökum myndaferð þangað og var hún mynduð í leiðinni. Fleiri myndir.

10. Kálfatjarnarkirkja (10.08 2019)

Kálfatjarnarkirkja í Vogum var byggð á árunum 1892-93 og vígð 11. júní 1893.
Var á heimleið frá Grindavík og tók rúnt niður að kirkjunni. Fleiri myndir.

11. Kirkja rétt hjá Laugarvatni (30.05 2019)

Reynisvatnskirkja í Reykjavík. Í Reynisvatnslandi nálægt Langavatni. Kirkjan er á einkalóð og í einkaeigu. Væntanlega hefur hún aldrei verið vígð eins og stóð til á sínum tíma.

12. Þorlákskirkja (21.05 2019)

Þorlákskirkja í Þorlákshöfn, var vígð 1982.
Ég hef oft verið að vinna í Þorlákshöfn og kirkjan er með flottari kennileitum þar svo hún hefur oft verið mynduð. Fleiri myndir.

13. Lágafellskirkja í Mosfellsbæ (06.05 2020)

Lágafellskirkja var reist 1889.
Þetta er sú kirkja er væntanlega telst mín kirkja. Reyndar ekki komið oft í hana, þó fermdist eldri dóttir mín þar. Fleiri myndir.

14. Strandarkirkja (16.05 2020)

Strandarkirkja við Engilvík á Suðurstrandavegi, var reist 1888.
Á ferð frá Þorlákshöfn yfir í Grindavík, og kom þar við. Fleiri myndir.

15. Munkaþverákirkja (21.04 2019)

Munkaþverákirkja í Eyjafjarðarsveit er reist árið 1844.
Tók rúnt um Eyjafjarðarsveitina og heimsótti eitthvað af kirkjunum þar. Fleiri myndir.

16. Þingvallakirkja (27.04 2019)

Þingvallakirkjan var reist 1859, en nýr turn var byggður 1907. Fleiri myndir.

17. Mosfellskirkja (23.03 2019)

18. Selfosskirkja (04.05 2019)

Selfosskirkja var reist á árunum 1952-1956. Klukkuturn á milli Kirkju og safnaðarheimilis.

19. Húsafellskirkja (13.07 2019)

Húsafellskirkja vígð 1973. Talið er að kirkja hafi verið þar allt frá 1170.
Tækifærið notað þegar verið var í útilegu í Húsafelli að heimsækja þessa kirkju og mynda. Fleiri myndir.

20. Möðruvallakirkja, í Eyjafjarðarsveit (20.07 2019)

Möðruvallakirkja, í Eyjafjarðarsveit (Fellshlíð) var reist 1844. Fleiri myndir.

21. Búðarkirkja á Snæfellsnesi (30.07 2019)

Búðarkirkja eða Svarta Kirkjan eins og hún er oft kölluð á Snæfellsnesi var fyrst reist 1847 og síðan endurreist 1987 í upprunalegri mynd.
Oft búin að koma að þessari kirkju og er það alltaf gaman. Fleiri myndir.

22. Stykkishólmskirkja eldri (1879)

Stykkihólmskirkja eldri var byggð 1879.
Stykkihólmur heimsóttur heim og dvalið á tjaldstæðinu. Fleiri myndir.

23. Bjarnarhafnarkirkja (31.07 2019)

Bjarnarhafnarkirkja á Snæfellsnesi var vígð 1857.
Skoðuðum þessa gömlu kirkju þegar við heimsóttum hvalasafnið á Bjarnarhöfn, en hún var lokuð og því bara skoðuð utan frá. Fleiri myndir.

24. Grundarfjarðarkirkja (31.07 2019)

Grundarfjarðarkirkja var vígð 31.07 1966.

25. Reykjahlíðakirkja í Mývatnssveit (04.08 2019)

Reykjahlíðarkirkja í Mývatnssveit, var byggð 1958-1962. Fleiri myndir.

26. Garðakirkja (02.10 2019)

Garðakirkja á Álftanesi er með elstu kirkjustöðum á Íslandi, var byggð 1879. Fleiri myndir.

27. Hafnarfjarðarkirkja (11.10 2019)

Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914. Fleiri myndir.

28. Háteigskirkja í Reykjavík (26.10 2019)

Háteigskirkja í Reykjavík, var vígð 1965. Fleiri myndir.

29. Kirkja Óháða safnaðarins (26.10 2019)

Kirkja Óháða safnaðarins, er stendur við Háteigsveig 59, var fullreist árið 1959.

30. Guðríðarkirkja í Grafarholti (22.02 2020)

Guðríðarkirkja var vígð í desember 2008 og þjónar íbúum Grafarholts og Úlfarsársdals.

31. Grafarvogskirkja (21.03 2020)

Grafarvogskirkja var vígð 12. desember 1993, eða fyrri hluti og lokið við byggingu hennar árið 2000. Fleiri myndir.

32. Fríkirkjan í Reykjavík (30.03 2020)

Fríkirkjan í Reykjavík var byggð 1901, en síðar hefur verið tvívegis aukið við hana. Fríkirkjan er söfnuður kristinna lútherstrúarsafnaðarins og stendur við Fríkirkjuveg við Tjörnina í Reykjavík. Fleiri myndir.

33. Krýsuvíkurkirkja (26.12 2020)

Krýsuvíkurkirkja var reist 1857 og var lögð niður sem sóknarkirkja 1929. Sennilega með minni kirkjum. Ekki skemmir að tunglið er fyrir ofan hana. Fleiri myndir.

34. Seljakirkja (23.01 2021)

Seljakirkja í Seljahverfi (Breiðholti) var vígð 13.12 1987. Á margan hátt mjög sérstök kirkja að mínu mati og turninn skemmtilegur. Fleiri myndir.

35. Maríukirkja (Reykjavík) (23.01 2021)

Maríukirkja í Seljahverfi (Breiðholti), er kirkja Maríu meyjar, stjörnu hafsins er kaþólsk sóknarkirkja. Hún var tekin í notkun 25. mars 1985 (á boðunardegi Maríu) og loks vígð 24. maí 2001.

36. Árbæjarkirkja (23.01 2021)

Árbæjarkirkja var vígð 29. mars 1987. Fleiri myndir.

37. Fella- og Hólakirkja (23.01 2021)

Fella- og Hólakirkja var formlega vígð á pálmasunnudag 1988. Þó ég hafi væntanlega tilheyrt þessari sókn, en ég bjó í Rjúpufelli 48 í 1,5 ár þá hef ég aldrei komið að þessari kirkju áður. Fleiri myndir.

38. Breiðholtskirkja (23.01 2021)

Breiðholtskirkja var vígð 13. mars 1988. Mjög sérstök kirkja í útliti og heyrði ég að það væri stundum kallað indjánatjaldið. Ég tilheyrði þessari kirkjusókn í um 10 ár. Fleiri myndir.

39. Seltjarnarneskirkja (30.10 2021)


Seltjarnarneskirkja var vígð 19. febrúar 1989. Fleiri myndir.

40. Njarðvíkurkirkja (Innri) (13.03 2021)

Njarðvíkurkirkja innri. Við systkinin og makar fórum á hótel 2 nætur og á laugardeginum var farinn rúntur og þessi kirkja þar á meðal heimsótt. Kirkja sem þar er nú var reist 1884-86. Fleiri myndir.

41. Keflavíkurkirkja (13.03 2021)

Keflavíkurkirkja. Þessa helgi fór ég einnig að þessari kirkju. Kirkja var byggð í Keflavík rétt fyrir aldamótin 1900, timburkirkja sem fauk áður en smíði hennar var fulllokið skömmu eftir aldamótin. Kirkjan var vígð 14. febrúar 1915.

42. Njarðvíkurkirkja (Ytri) (13.03 2021)

Njarðvíkurkirkja ytri. Ein af nýstárlegri kirkjum landssins. Hún var vígð á sumardaginn fyrsta, 19. apríl 1979 eða tæpum áratug eftir að fyrsta skóflustungan var tekin.

43. Kirkja Heilags Jóhannesar Páls II (13.03 2021)

Kirkja Heilags Jóhannesar Páls II. Upp á gamla vellinum er þessi kirkja. Veit og fann lítið um þessa kirkju.

44. Torfastaðakirkja, Biskupstungum (13.03 2021)

Torfastaðakirkja. Byggingarár: 1892-1893. Timburhús en búið að klæaða hana og friða. Fleiri myndir.

45. Hofsóskirkja (16.08 2021)

Hosóskirkja, byggð um 1960. Tókum lengri leiðina heim frá Akureyri og komum hér við.

46. Siglufjarðarkirkja (16.08 2021)

Siglufjarðarkirkja. Byggingarár: 1931. Tókum lengri leiðina heim frá Akureyri og komum hér við. Fleiri myndir.

47. Ólafsfjarðarkirkja (16.08 2021)

Ólafsfjarðarkirkja. Byggingarár: 1915. Breytingar: Kirkjan lengd 1997 og safnaðarsalur og safnaðarheimili byggð við norðurhlið. Fleiri myndir.

48. Möðruvallakirkja í Hörgárdal (15.08 2021)

Möðruvallakirkja í Hörgárdal. Byggingarár: 1847. Timburhús,11,7 m að lengd og 5,41 m á breidd. Fleiri myndir.

49. Blöndóskirkja (29.07 2022)

Blöndóskirkja var vígð 1. maí 1993. Byggingarframkvæmdirnar hófust 1982 og tekur kirkjan 250 manns í sæti. Mjög sérstök í laginu. Fleiri myndir.

50. Blöndóskirkja eldri (23.07 2022)

Blöndóskirkja eldri var byggð 1894. Kirkjan er friðlýst (1. janúar 1990)

51. Saurbæjarkirkja í Eyjafjarðarsveit (14.08 2023)

Saurbæjarkirkja í Eyjafjarðarsveit reist árið 1858. Hún er stærst þeirra fáu torfkirkja sem varðveist hafa á landinu. Fleiri myndir.

52. Brautarholtskirkja á Kjalarnesi (28.08 2023)

Brautarholtskirkja á Kjalarnesi var reist árið 1857. Náði henni í frábæri kvöldsól. Finnst þessi kirkja mjög falleg. Fleiri myndir af henni.

53. Hraungerðiskirkja rétt fyrir utan Selfoss. (08.10 2023)

Hraungerðiskirkja er byggð árið 1902. Hún er í Hraungerðisprestakalli í Flóahreppi. Er hluti af Selfossprestakalli. Arkitekt: Eiríkur Gíslason frá Bitru. EFni: Tré. Falleg kirkja. Fleiri myndir.

54. Ólafsvallakirkja (07.10 2023)

Ólafsvallakirkja er í Stóra-Núpsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð 1897 og tekur 120 manns í sæti. Fleiri myndir.

55. Skálholtskirkja (07.10 2023)

Skálholtskirkja eða Skálholtsdómskirkjan var reist 1963. Kirkjustaður í Biskupstungum í Árnessýlu. Þar var biskupssetur frá upphafi 1056 og fram á 19. öld. Fleiri myndir.

56. Hallgrímskirkja (30.03 2020)

Hallgrímskirkja er 74,5 metra há kirkja og eitt af okkar stóru kennileiti í Reykjavík. Hún stendur við enda á Skólavöruholtinu við hliðina á Tækniskólanum, áður Iðnskólanum í Reykjavík er ég lærði þar upp úr 1990, og þekki því ágætlega. Kirkjan var reist á árunum 1945-1986. Fleiri myndir.

57. Kirkjuhvammskirkja (12.07 2020)

Mynd tekin 13.07 2020. Talið er að kirkja hafi verið í Hvammi Vatnsnesi allt frá 13 öld. Kirkjan í Kirkjuhvammi var vígð 1957. Fleiri myndir.

58. Hvammstangakirkja (13.07 2020)

Mynd tekin 13.07 2020. Kirkjan var vígð 21. júlí 1957. Safnaðarheimilið vinstra megin við var vígt 2007 á 50 ára afmæli kirkjunar. Fleiri myndir.

59. Landakotskirkja / Kaþólska kirkja (30.01 2021)

Landakotskirkja. Basilika Krits konungs / Kaþólska Kirkjan á Íslandi / Dómkirkja Krists Konugns / Kristskirkja. Þessi kirkja ber ýmis nöfn, enda stórglæsileg. Kirkja var vígð 23. júlí 1929. Kirkja þessi var helguð heilögu hjarta Jesú. Fleiri myndir.

60. Fossvogskirkja (30.01 2021)

Fossvogskirkja er grafarkirkja við Fossvogskirkjugarð norðan megin við Fossvoginn við rætur Öskjuhlíðar. Hún var vígð 31. júlí 1948. Fleiri myndir.

61. Bústaðakirkja (30.01 2021)

Bústaðakirkja var vígð 28. nóvember 1971. Mynd tekin 30.01 2021. (Stundum langar mig til að saga niður ljósastaurana, en þeir verða að vera með. ) Fleiri myndir.

62. Digraneskirkja (30.01 2021)

Digraneskirkja í Kópavogi var vígð 25. september 1994. Ég hef myndað inn í þessari kirkju, mjög skemmtileg. Fleiri myndir.

63. Eyrarbakkakirkja (07.03 2021)

Eyrarbakkakirkja var byggð 1890 og vígð sama ár. Fleiri myndir.

64. Bræðratungukirkja (26.06 2021)

Bræðratungukirkja er í Skálholtsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Kirkjan var vígð 1911. Fleiri myndir.

65. Hrepphólakirkja (26.06 2021)

Hrepphólakirkja, Hraunamannahreppi, Árnessýlu. (Friðlýst kirkja) Kirkjan var endurbyggð 1909, en hún fauk 1908, eftir að hún var reist 1903. Við endurbygginguna var henni örlítið breytt. Mjög áhugavert byggingarstæði og mjög falleg kirkja. Fleiri myndir.

66. Hjarðarholtskirkja (25.07 2021)

Hjarðarholtskirkja var reist og vígð árið 1904. Hún er í Laxárdal í Dalasýslu, stutt fyrir utan Búðardal. Fleiri myndir.

67. Tjarnarkirkja (15.08 2021)

Tjarnarkirkja í Svarfaðardal var byggð 1892, endurbætur gerðar á henni 1992. Fleiri myndir.

68. Dalvíkurkirkja (15.08 2021)

Dalvíkurkirkja var vígð 1960. Fleiri myndir.

69. Vallarkirkja (15.08 2021)

Vallarkirkja í Svarfaðardal var byggð og vígð1861. Fleiri myndir.

70. Stærra Árskógskirkja (15.08 2021)

Stærri-Árskógskirkja er byggð 1927. Hún á Áskógsströnd í Eyjafirði. Fleiri myndir.

71. Akureyrarkirkja (17.09 2021)

Akureyrarkirkja var vígð 1940. Kirkjan og tröppurnar upp að henni, eru eitt af kennileitum Akureyar. Árið 2023 var farið í að endurbyggja kirkjutröppurnar.

72. Péturskirkja (18.09 2021)

Kaþólska Kirkjan – Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2, Akureyri. Húsið var að kapellu árið 1954. Síðar breytt í kirkju með sfanarðarsal árið 2000. Fleiri myndir.

73. Lögmannshlíðarkirkja (18.09 2021)

Lögmannshlíðarkirkja á Akureyri var vígð á aðventu árið 1860. Hún var sóknarkirkja þar til að Glerárkirkja tók við því hlutverki árið 2002. Fleiri myndir.

74. Glerárkirkja (18.09 2021)

Glerárkirkja á Akureyri var vígð 6. desember 1992. Fleiri myndir.

75. Kaupangskirkja (18.09 2021)

Kaupangskirkja í Eyjafirði var vígð1922. Hún er steinkirkja og tekur um 90 manns í sæti. Fleiri myndir.

76. Silfrastaðarkirkja (19.09 2021)

Silfrastaðarkirkja var byggð 1896 og vígð 12. júlí sama ár. Kirkjan er friðlýst. Þegar ég kom við þá var búið að taka turninn af henni og síðar var hún flutt til Sauðárkróks til frekari endurbyggingu. Eiginlega synd að mynda hana svona, en hún er komin á listann. Núna í nóvember 2023, er hún enn í endurbyggingu. Verður mitt fyrsta verk að mynda hana þegar hún kemur til baka.

77. Miklabæjarkirkja (19.09 2021)

Miklabæjarkirkja í Blönduhlíð Skagafirði var reist árið 1973. eftir að eldri kirkja brann. Elstu heimildir um kirkju í Miklabæ er frá 1234.

78. Víðimýrakirkja (19.09 2021)

Víðimýrakirkja í Seyluhreppi Skagafirði var reist 1834. Fleiri myndir.

79. Bólstaðarhlíðarkirkja (19.09 2021)

Bólstaðarhlíðarkirkja í Húnavatnssýslu var byggð 1888. Eins og myndin sýnir þá er kominn tími á smá málningarvinnu. Þá þarf ég að heimsækja hana aftur.

80. Þorgeirskirkja (15.04 2022)

Þorgeirskirkja í Þingeyjarsýslu var vígð sumarið 2000 til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá kristnitöku Íslands árið 1000. Fleiri myndir.

81. Svalbarðskirkja (15.04 2022)

Svalbarðskirkja Svalbarðsströnd Eyjafirði var vígð 30. maí 1957. Fleiri myndir.

82. Miðdalskirkja (23.06 2023)

Miðdalskirkja í Kjósarhreppi var reist 1869. Miðdalur er fornt höfuðból og kirkjustaður. Elstu heimildir um kirkju eru frá aldamótunum 1200. Fleiri myndir.

83. Úthlíðarkirkja (23.06 2023)

Úthlíðarkirkja var vígð 9. júlí 2006. Bóndin í Úthlið Björn Sigurðsson reisti kirkjuna til minningar um eiginkonu síðna Ágústu Ólafsdóttur sem lést árið 2004. Fleiri myndir.

84. Haukadalskirkja (24.06 2023)

Haukadalskirkja í Skálholtsprestakalli var upphaflega byggð á árunum 1842-1843, en var rifin 1939 og endurbyggð á steyptum grunni. Fleiri myndir.

85. Gaulverjabæjarkirkja (26.06 2023)

Gaulverjabæjarkirkja er í Flóahreppi og var vígð 21. nóvember 1909 af sr. Gísla Skúlasyni. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Fleiri myndir.

86. Neskirkja (18.05 2024)

Neskirkja í Reykjavík var vígð á pálmasunnudag 1957. Hún stendur við Hagatorg. Arkitekt: Ágúst Pálsson. Efni: Steinsteypa. Fleiri myndir.

87. Tungufellskirkja (28.06 2023)

Tungufellskirkja í Hraunamannahreppi er timburkirkja af eldri gerð turnlausra kirkna sem einkennast af því að veggir eru lágir og gluggar nema við þakbrún. Tungufellskirkja var reist árið 1856. Kirkjan var first máluð að innan árið 1915. Fleiri myndir.

88. Raufarhafnarkirkja (15.07 2023)

Raufarhafnarkirkja var byggð 1928 og tekin í notkun 1. janúar 1929. (Það er ekki alltaf gott veður þegar maður tekur myndir, eins og sjá má hér!) Fleiri myndir.

89. Reynistaðarkirkja (17.07 2023)

Reynistaðarkirkja er byggð á árunum 1868 – 1870. Forkirkja smíðuð 1950. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Reynistaðarkirkja er timburhús, 9,27 m að lengd og 5,49 m á breidd, með forkirkju, 1,76 m að lengd og 2,54 m á breidd. Fleiri myndir.

90. Stykkishólmskirkja (07.08 2023)

Stykkishólmskirkja var vígð 6. maí 1990 og stendur hátt og sést víða að. Hún er kennileiti staðarins. Fleiri myndir.

91. Helgafellskirkja (07.08 2023)

Helgafellskirkja á Snæfellsnesi, rétt utan við Stykkishólmi, var byggð 1903. Fleiri myndir.

92. Hveragerðiskirkja (16.11 2023)

Hveragerðiskirkja var vígð 14. maí 1972. Fleiri myndir.

93. Hjallakirkja (16.11 2023)

Hjallakirkja í Ölfusi var vígð 5. nóvember 1928. Fleiri myndir.

94. Hrunakirkja (11.06 2022)

Hrunakirkja í Hrunamannahreppi, Flúðum, var byggð árið 1865. (Var vígð fyrsta sunnudag í aðventu sama ár.) Fleiri myndir.

95. Sjávarborgarkirkja (18.07 2022)

Sjávarborgarkirkja stendur á Borg, klettahöfða skammt frá Sauðárkróki, og rís hátt upp frá sléttlendinu í kring. Hún er byggð 1853 og friðuð 1. janúar 1990. Sjávarborgarkirkja er timburhús, 8,40 m að lengd og 4,22 m á breidd. Þó ég hefi alist upp í nágrenni við þessa kirkju, eflaust heyrt talað um hana, og marg oft þvælst í kringum hana, var það í raun fyrir stuttu er ég áttaði mig á tilvist hennar. Fleiri myndir.

96. Brimilsvallakirkja (05.08 2023)

Brimilsvallakirkja er í Ólafsvíkurprestakalli í Snæfells- og Dalaprófstsdæmi, og stendur rétt austan við Ólafsvík. Kirkjan var vígð 1923. Fleiri myndir.

97. Ingjaldshólskirkja (05.08 2023)

Ingjaldshólskirkja er í Ingjaldshólsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi, Snæfellsnesi. Kirkjan var byggð 1903 og er elsta steinsteypta kirkja heims. Stendur hún þónokkuð frá veginum og er skemmtileg heimreið að henni. Fleiri myndir.

98. Ólafsvíkurkirkja (05.08 2023)

Ólafsvíkurkirkja var vígð 19. nóvember 1967 og er sögð fyrsta kirkjan á Íslandi með „nútíma lagi“. Í kirkjunni eru þrjár stórar klukkur. Fleiri myndir.

99. Kálfholtskirkja (25.02 2024)

Kálfholtskirkja, Fellamúlaparestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi (Árnessýla). Hún er byggð á árunum 1978-1979 og vígð 27. maí 1979.

100. Kópavogskirkja (29.03 2024)

Kópavogskirkja var reist á árunum 1958-1962. Vígð 16. desember 1962.

101. Innri-Hólmskirkja (30.03 2024)

Innri-Hólmskirkja, í Innri-Akraneshreppur, var byggð á árunum 1891-1892. Kirkjan er friðlýst.

102. Saurbæjarkirkja Kjalarnesi (30.03 2024)

Saurbæjarkirkja Kjalarnesi (rétt áður en farið er niður í Hvalfjarðargöng sunnan megin), víðgð 1904.

103. Akraneskirkja (30.03 2024)

Akraneskirkja var vígð 1896. Ein af þessum kirkjum sem erfitt er að mynda.

104. Víðistaðakirkja (26.04 2024)

Víðistaðakirkja í Hafnarfirði var vígð 28. febrúar 1988. Ekki hefbundi útlit en falleg kirkja.

105. Fríkirkjan í Hafnarfirði (26.04 2024)

Fríkirkjan í Hafnarfirði var vígð 14. desember 1913. Í þessari kirkju var eldri dóttir mín skýrð árið 2003.

106. Vídalínskirkja í Garðabæ (26.04 2024)

Vídalínskirkja í Garðabæ var vígð 30. apríl 1995. Sérstök kirkja, tók smá tíma að finna sjónhorn er ég var sáttur við.

107. Lindakirkja (26.04 2024)

Lindakirkja í Kópavogi var vígð 14. desember 2008. Að mínu mati finnst mér hún ekki falleg að utan, en mjög björt og skemmtileg að innan, er klárlega bætir það upp.

108. Laugarneskirkja (05.05 2024)

Laugarneskirkja í Reykjavík, var vígð 18. desember 1949. Falleg og tignarleg kirkja að mínu mati.

109. Áskirkja (05.05 2024)

Áskirkja í Reykjavík, var vígð 1983.

110. Langholtskirkja

Langholtskirkja var vígð 1984.

111. Hjallakirkja (17.05 2024)

Hjallakirkja í Kópavogi var vígð páskadag 11. apríl 1993. Hjallasókn var stofnuð 25. maí 1987. Byrjað var að byggja hana 1991. Arkitekt: Hróbjartur Hróbjartsson. Efni: Steypa. Hún er staðsett að Álfaheiði 17. Fleiri myndir.