Vetrarbrautin

Að mynda vetrarbrautina er eitthvað sem maður þarf að læra að gera.  Alltaf jafn heillandi viðfangsefni.

Þingvallavatn (19.10 2020)

Þingvellir, vetrarbrautin, norðurljósin og friðarsúlan, allt á einni mynd. 

Þingvallavatn (23.09 2020)

Vetrarbrautin og norðurljósa slikja.

Hvalfjörður (28.09 2019)

Þessi mynd er tekin upp frá fjörunni í Hvalfirði.

Hvalfjörður (20.11 2019)

Þessi er einnig tekin í Hvalfirðinum og nokkuð er ég geri ekki oft, en hún er skotin nánast beint upp í loftin og skýin notuð sé bakgrunnur. Finnst það hafa heppnast hér.

Hvalfjörður (20.11 2019)

Á þessari mynd er verið að notast við mjólkurbrúa, gamlan heyhleðsluvagn og síðan stillti Friðrik sér upp sem módel.

Hvalfjörður (20.11 2019)

Þessi mynd er tekin í Kjós. Þar er friðarljósið aðal er vísar á vetrarbrautina.

Dyrhólaey (27.10 2019)

Þessi mynd er tekin af Dyrhólaey. Á henni má sjá líka norðurljósin og eins eru ferðamenn að mynda á myndinni.

Dyrhólaey (27.10 2019)

Á þessari mynd var Friðrik vinur minn módel, og horfir hann upp staurinn og upp í vetrarbrautina.

Kleifarvatn (04.10 2021)

Ég og Friðrik, gerðumst model á þessari mynd.

Kleifarvatn (04.10 2021)

Sagan á bakvið þessa mynd var sú að ég vissi af vetrarbrautinni þarna, en við vorum búnir að vera að mynda hana í hina áttina. Svo prófa ég að stilla myndavélinni í þessa átt og um leið og ég tek myndina þá er bíll að koma er lýsir upp bakgrunninn er gaf myndinni meira vægi um leið.

til baka