Mitt fyrsta lag

Mitt fyrsta lag var við texta Kjartans Grétarssonar, og hét “Officer”, og fjallaði um valdbeitingu ef ég man rétt.

Forsagan var sú að hljómsveitin ákvað að taka þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, 1989, en Herramenn höfðu gert það árið á undan. Sú hugmynd kom svolítið seinnt, svo það var stuttur tími til að græja 4 lög og taka upp. Fengum við 4 texta frá Kartani, og samdi Haukur félagi 3 lög og ég samdi eitt, bara nánast á staðnum ef ég man rétt. Síðan voru þau útsett af hljómsveitinni, og þegar lögin voru orðin nokkuð spilhæf, þá var ýtt á upptöku á forláta fermingar útvarpstæki, er staðsett var á miðju gólfinu á bílskúrslofti foreldra minna, og lögin tekin upp. Þegar upptakan var talinn sleppa til þá var það komið gott. Spóla með lögunum send suður og við komust inn.

Árangurinn var svolítið eftir undirbúningnum, en ég man að fyrir mig sjálfan var þetta svolítið “ofurkill” en gaman að hafa gert þetta. Við spiluðum undir nafninu “Fretað í fótspor” er ég ætla ekkert að fara út í nafnbótina hér. Hefði persónulega viljað að það nafni hefði verið annað!

Fyrir utan að þetta er mitt fyrsta lag er ég sem þá hef ég altaf þótt svolítið vænt um þetta lag, og hef hug á að taka það upp einhvern tímann. Eflaust með öðrum texta, enda er hann ekki til nema bara á þessar upptöku.

Eins er hægt að sjá umfjöllun um þetta ævintýri á Glatkistan.is. Reyndar er smá villur að finna í því, en Arnar Kjartansson er rangnefndur og settur á vitlaust hljóðfæri. Annars mjög skemmtilegt að sjá þessa umfjöllun.

Fyrst ég búinn að setja það út á opna síðu á Facebook, þá kemur það hérna. Officer
Eins er hægt að finna það á Youtube reikningi mínum B.Ingi.S, Officer.

Til baka.