Uncategorized

Mitt fyrsta hljóð afkvæmi, Þú varst!

(Mynd tekin vð Þingvallavatn)

Að tilefni stórafmælis míns, 50 ára, ætla ég á næstu dögum að gefa út mitt fyrsta hljóð-barn, eins og ég kalla það, lag er heitir “Þú varst!”. Þetta er lag og texti er ég samdi um 1995 eða fyrr, og tók reyndar demó af 1996, en ákvað að gera því full skil og gefa út núna á næstunni. En er verið að ganga frá því.

Þetta er búið að vera frábært ævintýri og mjög gefandi að taka það upp, og er ég ævinlega þakklátur þeim er komu þar að. Í raun er ég nú þegar búinn að fá allt út úr því er ég sá fyrir mér með þessu. Þó það hljómi skringilega þá gefur það mér eitthvað, í mitt litla hjarta, að hlusta á það er gefur þessu öllu þess virði að standa í þessu. Hins vegar ef það kæmi til með að hreyfa við fleirum þá er það mjög stór plús í mitt litla hjarta.

Að gefa út lag og texta eftir sjálfan sig getur verið mjög persónulegt, sem það er klárlega í mínu tilfelli, og að hluta líka út fyrir þægindarammann hjá mér. Ef það segir sig ekki sjálft, þá fjallar textinn um það þegar hrifning til annarrar manneskju vaknar og svolítið heltekur mann. Þá kemur ótti inn er hindrar mann í að tjá tilfinningarnar til viðkomandi og hvernig þráin getur hreiðrað um sig. Hvernig ástin getur breytt lífi mans. Eins og segir í textanum “Þú varst eitt sinn ekki í huga mér.”.