Mikilvægi þess að drekka nægilega mikið af vatni

Oft hefur verið talað um hvað það er mikilvægt fyrir líkamann okkar að drekka nægilega mikið vatn, sem væntanlega er eitthvað einstaklingsbundið hvað mikið það er. Mér langar aðeins til að koma hugsanlega inn á annan vinkill þar.

Smá formáli. Allt efni er orka eða samansett af öreindum, þar sem öreindirnar eru mismikið bundnar því efni er þær tilheyra. Öreindir hafa tilhneigingu til að yfirgefa efni og eins að sameinast eða setjast að hjá öðru efni. Þess vegna finnum við til dæmis lykt, öreindir á ferð.

Óumdeilt er að líkaminn okkar er að miklu leyti vatn, eða ef við erum nákvæm, þá kannski tómarúm eða rýmd, þar sem mikill fjarlægt er að milli öreindanna í kjarnanum sem er grunnbygging alls efnis og þar með líkamanns. Líkaminn þarf að viðhalda vatnsbúskap líkamanns til þrífast sem best og viðhalda sér. Eins er sagt að ef vatnsforðinn sé of lítill þá tapi líkaminn orku og krafti er hann búr yfir. Eins og rafhlaða sem er ekki full hlaðinn. Líkaminn notar vatn meðan annars til að losa út ýmis aukaefni er líkaminn hefur ekki þörf á nota lengur, og líka öreindir er flækjast með inn í líkamann og hann ræður ekki við að nota. Efni er orka eins og áður sagði. Orkan er á mismunandi tíðni, eftir því hvernig hún er. Matur er á lægri sviðum meðan tilfinningar, orð og upplifanir eru á hærri tíðni. Talað er um að orkan eigi að flæða óhindruð í gengum líkamann, það sé 100% rétt virkni á henni. Næring kemur inn í líkamann, unnið úr henni og restinn skilað aftur út úr líkamanum. Eins þarf það að vera með orkuna á hærri tíðunum, hún kemur til okkar og á að flæða í gengum líkamann og út aftur. Ef við stöldrum of lengi við með þær tilfinningar er koma til okkar, búum okkur til áhyggjur eða veltum okkur allt of mikið upp úr einhverjum atburðum í lífinu þá sést sú orka í líkamanum og ef hún verður þar of lengi þá veldur hún stíflum og öðrum vandræðum í líkamanum. Í versta falli getur það leitt til alvarlegra kvilla og jafnvel fylgt okkur á milli lífa. Eins getur röng líkamsbeiting valdið lokunum á orkuflæðið. Vatnið hjálpar okkur við að losa út lægri orkuna eins og áður sagði og eitranir er koma inn í líkamann. Eitranir eru hins vegar þegar óæskilegar öreindir koma inn í líkamann, er passa ekki við uppbyggingu líkamans og líkaminn getur ekki notað. Það veldur strax vandræðum í líkamanum og hann reynir að losna við öreindirnar út úr líkamanum. Eins og ég kom inn á í byrjun þá eru öreindirnar misfastar við efnið, það er að segja að plast til dæmis losar út eða missir frá sér öreindir. Við sjáum að plast, ál og gler breytist við notkun, er felst í núningi eða utan komandi áreitti eins og frá sólinni og við þessar breytingu losna út öreindir. Sama gerist þegar við snerum plast og önnur efni, öreindir losna og geta fest við okkur, eða þegar vökvi snertir plast og öreindir blandast, er eiga síðan greiða leið inn í líkamann, yfir leitt í mjög litlu mæli, er líkaminn ætti að ráða við ef hann fær nægt vatn til að vinna með. Sem betur fer eru geymslu ílát okkar með lítið af laus bundnum öreindum, og því lítið magn er kemur frá þeim inn í líkamann, og hann á auðveldlega losað út. En þegar maturinn og vökvinn er við innbyrðum er með meira af óæskilegum öreindum þá nær líkaminn ekki að hafa undan og þessi efni byrja að safnast upp í líkamanum, og valdið vandræðum, kallað eitrunum. Því er mikilvægt að vatn og matur sem næst því að vera hreinn fyrir líkamann, svo við sitjum ekki upp með eitranir og vandamál er því fylgja.

Þó svo að ýmis gagnleg efni fyrir líkamann séu í vökvum þá eru oft á tíðum önnur með sem eru ekki eins góð, eða magn og eða samsetning þeirra óheppileg. Því er hrein vatnsdrykkja mjög mikilvæg fyrir okkur eins og áður sagði til að hjálpa líkamanum að vernda sig og halda heilbrigði sínu. Persónulega leitast ég í seinni tíð að drekka bara hreint vatn. Margir halda hendinni yfir vatnsglasinu í smá tíma áður en þeir drekka það. Við það losnar hærri orka frá líkamanum, færðir yfir í vatnið, aðlagar og undirbúr það fyrir líkamann okkar. Vatnið er þá tilbúnara fyrir líkamann og líkamanum gengur betur að nýta það meira og betur í hreinsun og viðgerðum á líkamanum.

Sjálfur hef ég verið meira meðvitaður um þetta í seinni tíð, og þrátt fyrir það hef ég ekki náð að fylgja þessu alla leið. En hvert skref í þá átt er af hinu góða fyrir líkamlega heilsu.

Baldvin Ingi (01.04 2024)

Til baka