Ljósmyndir

Mjög snemma vaknaði áhugi á að taka myndir þó ég hafi ekki látið það eftir að mér að eignast alvöru myndavél, fyrr en í seinni tíð. Frá því að ég eignaðist fyrst myndavél, þá hef ég alltaf haft gaman að mynd allt er í kringum mig er. Þannig að ég á þónokkuð safn af myndum, bæði í albúnum og á tölvu tækju formi. Síðan var það árið 2008 að ég keypti fyrstu SLR vélina, Sony Alfa 200, með tveimur aðdráttar linsum. Svo þegar Sony Alfa 7iii kom út eignaðist ég hana fljótlega sem klárlega er sú vél er hefur gefið mér mest! Ekki hefur nú skemmt fyrir að fá að þvælast með 1 og stundum 2 snillingum er hafa skólað mig til. Þetta er bara skemmtilegt, og ótrúlega gefandi. Það hentar mér mjög vel að vera 2 saman úti í niðamyrkri að glíma við norðurljós týndur frá öllu öðru, en þá kemur maður endurnærður aftur til baka.

Myndavélar búnaður.

Til gaman langar mig til að koma aðeins inn á þann búnað er ég hef komið mér upp. Vert er að taka það fram að góður búnaður gerir mann ekki að góðum ljósmyndara, en klárlega getur hjálpað til. (Nánar um búnað).

Hugbúnaður.

Til að byrja með þá tók ég myndirnar mínar bara í jpg skrár. Eftir að hafa verið upplýstur um raw skrár, þá fór ég að taka myndir bæði sem jpg og raw. Nú í dag tek ég nánast allar myndir eingöngu í raw skár, er þarf svo að vinna áður en hægt er að sýna þær.

  • Til að vinna þær notast ég við Adobe Lightroom Classic. Í dag er talað um að helmingurinn myndferlinu sé myndvinnslan.
  • Í lok ársins 2021, kynntist ég undraforritinu DeNoise AI frá Topaz sem er sérhannað forrit til að laga truflanir (noise) í myndum, er stafar yfirleitt af lélegri birtu. Eins á ég forritin, Gigapixel AI, Sharpen AI og Photo AI frá þeim.

Myndasíða.

Ásamt því að vera að birta myndir á Facebook síðu minni og Facebook myndasíðu minni þá hef ég einnig birt myndir á Flickr síðu er ég á. (Flickr – Baldvin Ingi Símonarson.)

Landslagsmyndir.
Hver hefur ekki gaman af því að taka landslagsmyndir! Við landslagsmyndir hef ég mest notað Sigma 14mm linsuna, en einnig hef ég verið að nota Sony GM 70…200mm linsuna.

Norðurljós.
Norðurljósin eru eitt af þeim fyrirbrigðum er heillar fólk um allan heim, enda upplifun af þeim æðisleg.

Skagafjörður.
Myndir teknar í Skagafirði, þar sem ég er fæddur og uppalin.

Íþróttir.
Íþrótta myndir eru skemmtilegar, oft mikill hraði og hasar.

Kirkjur.
Já ég er með hálfgert kirkju blæti, finnst eitthvað svo heillandi við að mynda þær. Þessi tignarlegu samkomuhús er hafa dregið allan þennan fjölda til sín í gegnum aldirnar. Allskonar tilfinningar og minningar er fólk á, bæði góðar og erfiðar. Eins og sjúkrahúsin sem eru yfirleitt upphafsstaðir fólks, þá eru kirkjur yfirleitt síðasti viðkomustaðurinn.

Fossar og vötn.
Vatn er alltaf heillandi og verður sjálfsagt alltaf.

Gæludýr.
Þau eru alstaðar og veita okkur ómælda ánægðu.

Tónlist / tónleikar.
Eitt af mínu uppáhalds og þá líka gaman að mynda það.

Fuglamyndir.
Það getur verið snúið að mynda þá, erfitt að komast að þeim og mikið á hreyfingu.

Víðmyndir (panorama).
Samansettar myndir geta komið mjög vel út.

Sólstafir.
Eins og geislar sólar eru sólstafir frábært fyrirbrigði.

Fornbílar.
Gamlir bílar, alltaf gaman að mynda þá!

Vetrarbrautin.
Man enn þá hvað ég var spenntur þegar ég náði að mynda hana í fyrsta skiptið og er enn þá spenntur.

Torfæran.
Skemmtilega afþreying og gaman að mynda. Mikið af myndum á stuttum tíma til að frysta augnablikið!

Friðarsúlan.

Friðarsúlan er frábært element er við höfum hérna á höfuðborgarsvæðinu, og sést hún víða. Alltaf gaman að mynda hana.

Tunglið.

Ég hef aðeins prófað að mynda það og er það mjög gaman og þarf að breyta svolítið öðruvísi aðferð en í annarri myndatöku.

Stúdíó myndataka.

Ekki er ég sjálfur með stúdíó, en ég hef farið í það hjá félaga mínum sem er mjög gaman.

Áhugaverðir staðir.

Jólagarðurinn í Eyjafjarðarsveit.