Texti og lag: B. Ingi S.
Nú hefur ljós þitt slokknað,
önnur tilvist tekur nú við.
Jarðneska taugin hefur rofnað,
í hjartað nú öðlast frið.
Faðir okkar opnar arminn,
bíður þig velkomin heim.
Eftir situr hér ljósbjarminn.
Nú fylgir þú aftur þeim.
Þú varst mér sem móðir.
Ljós lífsins þú varst mér.
Þú varst mín andlega móðir,
nú ertu ekki lengur hér.
Í hjarta ég nú söknuð finn,
minning þín í hjarta er.
Nú er þessi tilvist brotin,
ekki lengur á fund þinn fer.
Jarðneskt brölt þitt kenndi mér,
tilvist þín fann hjá mér stað.
Stundir er ég sat með þér,
kærleiksríkt var næmt augað.
Í forfeðraheim þú nú ferð,
við hin ávallt minnumst þín.
Ég tek upp þitt kærleiks sverð,
er á himni þín stjarna skín.
Þú varst mér sem móðir.
Ljós lífsins þú varst mér.
Þú varst mín andlega móðir,
nú ertu ekki lengur hér.
Í hjarta ég nú söknuð finn,
minning þín í hjarta er.
Nú er þessi tilvist brotin,
ekki lengur á fund þinn fer.
Þegar Guðrún Arnarsdóttir vinkona mín féll frá, ákvað ég að semja lag og texta til hennar. Þessi texti er það er kom.