Ljóð: B.Ingi.S
Þú fékkst mig til að gleyma,
þú fékkst mig til að sjá,
þú fékkst mig til að finna,
það sem mig langaði að fá.
Þú fékkst mig til að opna,
hjarta mitt fyrir þér.
Þú fékkst mig til að óttast,
þú fékkst mig til að titra,
þú fékkst mig til að þrá,
þú fékkst mig til að tjá,
þú fékkst mig til að reyna,
og tilfinningar mínar leysa.
Þú gafst mér góðar vonir,
þú gafst mér vilja styrk,
þú gafst mér góðan líðan,
þú gafst mér í innri frið,
þú gafst mér eigið frelsi,
leyfðir mér finna til,
þú lést mig sjá ljósið,
þú lést mig sjá myrkrið,
mig fékkst til að sína kærleik,
þú snertir það góða og fína
þú sýndir mér nýja hlið.
Þú fékkst mig til að finna og gefa
ást, kærleika og vinskap.
Þú fékkst mig til að hugsa um
hvað heitt ég elska þig!
Mann ekki hvenær þetta var samið, en væntanlega einhvertímann á árunum 1996..1998.
Þetta ljóð var vangaveltur til framtíðar konunnar minnar, hvernig sem það hljómar, ef ég man rétt. Eitthvað að tjá tilfinningar og vonir mínar á þessum tíma.