Til Dísu!

Ljóð: B.Ingi.S

Dísa mín þú bíður eftir ljóði,
fallega skal það hljóma.
Bíður uns í vísnaheim þér bjóði
svo þú takir til við að ljóma.

Okkar fyrsta leið lá
þegar ung við vorum að árum.
Lítið marktækt skeði þá
því litlar tilfinningar þá bárum.

Næst leiðir okkur lágu saman
þegar í hlut átti mín fyrstu ástarmál.
Þó lítið hafi skeð að framan
þá kveikti vinkona þín hjá mér ástarbál.

Við kynntumst þarna mjög vel
og ólum með okkur tryggð.
Sem ég af reynslunni tel
á traustum grunni byggð.

Þó lífið drægi vini í sundur
til að sinna sínum málum.
Er samt haldin fundur
svo saman glösum skálum.

Í gegnum lífið spor þín liggja
þú hjálpar þínum vinum.
En vilt samt lítið þiggja
gjafir og hjálp frá okkur hinum.

Þó þú lítið um það gefur
að lífsganga þín var erfið.
Þá veit ég að þú hefur
leitt og stirt allt hverfið.

Á eigin fótum þú stóðst snemma,
ýmislegt á brölti þínu hefur hent.
Í trygga ást reyndi grimmt að hrema
en leið, hrakningum þú oft hefur lent.

Svo kom loks þín stóra ást,
sem ég kom víst til leiða.
Að lokum þú hættir að þjást,
var að launa vinum greiða.

Næst þú á Krókinn fluttir
og hófst til við næsta lífskeið.
Breyta til þú bara þurftir,
ný þörf og vænting þín beið.

Þú upplifir ánægju og hlýju,
og tekst við nýjan vanda.
Með öllu félögunum nýju,
gleði við þá þú munt blanda.

Sama í hversu þú munt lenda
þú getur alltaf á mig treyst.
Verðum vinir allt til lífsins enda
því ég hef svo til ekkert breyst.

Dísa mín – ég kveð að sinni
og dreg mig í dvala.
En samt að lokum á minni
áfram þína vini – til tala.

Ekki hef ég nótað niður hjá mér hvenær þetta ljóð er samið, en væntanlega 1995 eða 1996!

Þetta ljóð er samið til vinkonu minnar, Védísi Elfu Torfadóttur, en vinakærleikur okkar er búinn að vera milli okkar mjög lengi. Og er ég nokkuð viss um að hann mun vara alla tíð! Það er alltaf dýrmætt að eiga góða vini.

til baka