Ljóð: B.Ingi.S
Hvað er sannur vinur!
Hann er þinn félagi
á öllum stundum
þú getur leitað til hans
Hann skilur þig og þú skilur hann
þú honum treystir og hann þér
Hann virðir þínar tilfinningar
tekur tillit til þeirra
hann ofmetnast ekki gagnvart þeim
blandar ekki sínum né annara í þær
Hann á þig hljóður hlustar
og styður á jákvæðan hátt
Hann er alltaf vinur þinn
ekki bara þegar honum hentar
heldur alltaf, því hann er þinn vinur.
Hver er sannur vinur!!!
Samið 12. Nóvember 1996.