Rósin rauða

Ljóð: B.Ingi.S

Er þú komst inn í líf mitt
ártalið byrjaði aftur að nýju
sem þér fylgdi, var fas þitt
loftið fylltist ástúð og hlýju
heitan hug til þín ber
frið fann er var með þér

Er þú komst inn í líf mitt
þrár og vonir, hvað ég sá við þig
var það þetta dulda hitt
og er þú alveg heillaðir mig
fann mig svífa með þér
vertu alltaf hjá mér

Er Þú komst inn í líf mitt
varst í lífi mínu ljósið bjarta
í huga mér var aðeins eitt
þú fylltir tómið litla svarta
fyrir mér ertu ástin mín
þú opnar mér framtíðarsýn

Er þú komst inn í líf mitt
ekkert varð aftur eins að nýju
nú vil ég vernda fas þitt
ég legg undir trú og boðin tíu
ég vil vera hjá þér
vertu alltaf hjá mér

Er þú komst inn í líf mitt
þú varst ástin mín, rósin rauða
er þú komst inn í líf mitt
mig fékkst’ að fylla blaðið auða
þú ert líf mitt og þrá
viltu vera mér hjá

Ég vil vera hjá þér
vertu alltaf hjá mér

Hugur minn er hjá þér
ástin vertu mér hjá

Samið væntanlega 1997.

Þegar sambandsslit verða, þó sé eftir stuttan tíma, þá getur skapast öflug orka. Þetta er samið til manneskju er hafði mikil áhrif á mig. Þó okkur hafi ekki verið ætlað að vera samferða í þessu lífi þá mun ég alltaf þykja vænt um hana. Ég skildi það ekki þá, en skil það í dag.

Þetta ljóð ásamt 3 öðrum, komu út í ritinu “Læðingur” sem var Ljóða- og smásagnakver Bandalags íslenskra sérskólanema, árgangur 1998, á blaðsíðu 30. En þar notaði ég auðkennið B. Ingi Símonarson. (Var reyndar búin að gleyma þessu, hélt það hefði verið í öðru kveri!)

til baka