Hjartans lykill!

Ljóð: B.Ingi.S

Hér er lykillinn af mínu hjarta
og allt sem í því býr.
Allt það mikla hreina og bjarta
sem að þér og mér snýr.

Taktu hann og hyljið í höndum þér,
og geymdu ætíð vel.
Því hann er lykill hjartans að mér.
Nú þér allt þetta fel.

Þennan lykill afhendi ég sæll þér,
og þá alla tryggð mína.
Hjarta sem slær og slær með þér og mér,
mun innbyrða ást þína.

Ást þín skal ei vera senn gefins,
heldur skal það ört spinna.
Þær stundir þig leiða er þú ert efins,
allt til þess með þér vinna.

Að senn þú munir það traust vinna,
hve gjöful er gjöf þín.
Mig alltaf þá munt sterkt á minna
hve heit sú ást er mín.

Hve heit sú ást er mín!
Því þú ert ástin mín!

Samið 28. Nóvember 1996.

til baka