Frá mínu hjarta

Ljóð: B.Ingi.S

hvað er raunverulega ást?
kannski veit ég það ekki?
en samt hamast hjarta mitt
og gefur mér engan frið
hugsun leitar að þér
í minningum sem þér fylgja
og þráin að frá mér gefa
umleikur huga minn

hugsun um viðskilnað
frá þér hangir yfir mér
er jafnvel erfiðari en dauðinn
og einmannaleikin í lífinu
en samt vill ég með þér vinna
að bæta og sameina okkar líf
því ef við saman sigrum
það getur fóðrað tvær sálir

Samið í október 1995. 

Það er gott að elska, þó það geti líka verið sárt. Að elska og missa, kennir og þroskar okkur mikið.

Þetta ljóð notaði ég til að tjá mig við manneskju er var ekki tilbúin að stíga lífsdansin með mér. Ég skildi það ekki þá en skil tilganginn í dag. 

til baka