Form!

Ljóð: B.Ingi.S

Í hversdagslegri stofunni
er svolítið sem heillar
hangir kallandi á veggnum
á móts við sólu
sem rís úr suðri

fast mótaða formið
stingur ónotalega í stúf
við allan lífskraftinn
sem það gefur, skapar
og tilhugsunin um orðin
ást, kærleika og hamingju

sjá form, augu og huga
leika listir sínar frjálst
móttaka og áfram senda
til þeirra sem vilja þiggja
samspil sem allir ásækjast
en fáum tekst að finna
sjá ekki lífsljósið skæra

en formið geymir það allt
bakvið glerið, eilíft bros
sem einkennir það frá
öllu og gerir svo sérstakt
og streymið sem fyrirmyndin
getur endurspeglast þarna
sem hefur það allt að geyma
og mér sýnir er þess vitja

Samið væntanlega 1996.

Þetta ljóð ásamt 3 öðrum, komu út í ritinu “Læðingur” sem var Ljóða- og smásagnakver Bandalags íslenskra sérskólanema, árgangur 1998, á blaðsíðu 29. En þar notaði ég auðkennið B. Ingi Símonarson. (Var reyndar búin að gleyma þessu, hélt það hefði verið í öðru kveri!)

til baka