Uncategorized

Lagið “Í trúnni” að verða tilbúið

Eftir að hafa farið langt með að taka upp lögin “Stjörnusýn” og “Lítill og stór”, þá ákvað ég að henda einu lagi er ég samdi 1997 og mér þykir mjög vænt um. Upphaflega ætlaði ég ekki að taka það upp og gefa út, en fékk hugmynd um að gera það, er síðan hefur vafið upp á sig. Lagið átti upphaflega að vera aðeins gítar, söngur og hugsanlega kirkjuorgel, en er komið með að auki mandólín og strengi. Ég var kominn með hugmynd af öðrum gítar, en þá kom Helgi með hugmynd um að spila það á mandólín. Þegar það var komið inn þá fannst mér eins og eitthvað gerðist með þetta lag, og ég var enn ákveðin í að gefa það út. Reynar hefur farið meiri tími í það en hugsanlega átti að setja í það, en vonandi skilar það sér. Hlakka til að leifa því að heyrast.