Uncategorized

Lagið “Í trúnni” að koma út.

Lag frá mér númer 4 “Í trúnni” er fætt og kemur út á Spotify og fleiri tónlistarveitum, næsta föstudag, 15.03 2024.

Ég er búinn að vera að vinna 2 önnur lög, og það var smá stopp í því ferli, svo það kom til mín hugmynd um að taka þetta lag upp í milli tíðinni. Hugmynd mín var að uppbygging þess væri bara gítar, kirkjuorgel og söngur. En um leið og ég ákvað að gera þetta, þá byrjaði ég að fikta með annan gítar við það. Þá varð til stef er urðu síðar að mandólín spili. Strax þegar við byrjuðum að taka það upp fæddist eitthvað er kallaði eftir frekari útsetningu. Útkoman af þessu lagi er hefur fylgt mér meira en mörg önnur öll þessi ár hefur nú öðlast eigið líf. Það eitt gleður mitt hjarta.