Uncategorized

Lagið Hugarrof væntanlegt.

Jæja þá er komið að því að svokölluð „Mastering“ á laginu Hugarrof er lokið, og loka hlustun á sér stað, áður en kemur að því að sleppa því lausu út í kosmósið!

Ég er nokkuð ánægður hvernig það hljómar í dag, þessi hugmynd sem ég er búinn að eiga með mér í um 29 ár. Þó ég hafi spilað það á kassagítar og raulað með sjálfum mér, þá hafa fáir fengið að heyra það, enda hef ég ekki verið tilbúinn fyrr en núna. Þó ég sé nú þegar búinn að gefa út 2 lög, „Þú varst!“ og „Ég 50 ára nú verð“ sem ég er líka ánægður með, þá er þetta fyrir mér stærri fæðing. Í raun væri ég sáttur við að eiga það bara með sjálfum mér fullklárað, fyrir mig, er nægði mér í raun, en mér langar til deila því með ykkur. Svo er að ákveða mynd fyrir það og útgáfudag. 😊

Búið að vera frábært ferli að fullgera þetta lag. Í raun verið ævintýri er ég hef fengið mikið persónlega út úr. Svo svona smá í lokin. Ég fékk Valgerði söngkonuna okkar til að syngja raddir með mér. Meðan við vorum að gera klárt fyrir hana, stilla hljóðið, þá las hún upp textann við lagið, og þó ég hafi verið búinn að syngja og hlusta á það, já margoft, þá fann ég hvað ég varð feiminn og fannst smá erfit að hlusta á það svona. 😊