Gleðilega hátíð elsku vinir.
Ég veit að ýmislegt er í gangi hjá okkur, sem samfélag, en vonandi eigið þið notalega og kærleiksríka hátíð. Ég vill byrja á því að senda þeim er eiga erfitt, hver sem ástæðan er fyrir því, og eins hinum ljós og kærleika. Megi englarnir umvefja ykkur.
Á þessum tímamótum leitar fólk inn á við og opnar sig fyrir sínum bestu hliðum og tilfinningum. Klæðir sig upp í sín bestu föt og flaggar öllu því besta er það á. Eins reynum við að sýna öllum virðingu og kærleika og sækjum í að vera saman og í sambandi við alla þá er okkur þykir vænt um. Ég vildi gjarnan að allir dagar væru þannig, en yrðu þessir dagar kannski hverdagslegir líka. Hefir eru góðar, sérstaklegar þær er gera okkur betri. Það er hjálpar til er væntanlega það að á þessum tímamótum leggjum við flest öll frá okkur hversdagsleikann og allt það er við erum að glíma við dags daglega og einbeitum okkur að því að njóta og vera það besta af okkur sjálfum.
Því miður er það samt þannig að ekki eru allir er njóta sín á þessum tímum, sem hátíðarnar eru. Og því miður eiga margir mjög erfitt og eru að takast á við erfiðleika af ýmsum toga og ná engan vegin að finna sig, hvað þá njóta sín á jólum. Þegar við horfum inn á við þá þurfum við að horfast og takast á við það er annars ýtum frá okkur, ástvina missir, áföll, ýmiskonar vanlíðan, söknuð um að hafa eitthvað, söknuð um að hafa átt eitthvað og eða geta ekki verið með einhverjum á þessum tímum.
Ég fæ stundum að sjá af myndum og skrifum ykkar, þarf stundum að lesa á milli línanna, hvað þið eruð að takast á við í ykkar lífi. Eins hvað hreifir við ykkur og hverjar ástríður ykkar eru. Hvenær þið eruð rísandi og hvenær þið dragið ykkur til hliðar og eruð minna áberandi. Það er nákvæmlega eins og lífið sjálft er. Það er eins með mig, misjafnt er hvað ég gef mig mikið að því að reyna að meðtaka það er þið hafið fram að færa. Þó ég hafi mjög gaman af því að reyna að skilja sjálfan mig og lífið betur, þá er misjafnt hvað ég er með mikið í gangi hverju sinni. Við erum og verðum alltaf besti skólinn fyrir hvort annað. Eins erum við misdugleg að opinbera okkur bæði hér og almennt í lífinu fyrir hvort öðru.
(Hér er ég að reyna að ákveða í hvaða átt ég eigi að fara með næstu skrif. 😊 )
Við eigum okkur öll okkar veruleika, er síðan tengjast öðrum veruleika er við umgöngumst. Ég á því minn veruleika, er ég byggi mínar lífsskoðanir og ákvarðanir í lífinu á. Eftir því sem ég læri meira af öllu í kringum mig, af ykkur, þá næ ég að nálgast betur mína innri vitund er býr yfir mínum sannleika og gerir mig af betri manneskju fyrir vikið. Þess vegna er það oft best fyrir mig að nota sjálfan mig sem dæmi og leyfa ykkur að sjá hvað ég er að gera, til að geta gefið af mér, og því er ég hef öðlast á minni lífsgöngu. (Ætla að hafa þetta mikið lengra núna.)
Njótum þess að vera til, verum góð við hvort annað og sýnum hverju öðru skilning og umburðarlyndi.
Með kveðju um innri frið, kærleika og ást.
Kveðja, B,Ingi.S (25.12 2021)