Hugarrof

Texti og lag: B.Ingi.S

Aleinn ligg og aftur augum loka,
rýni í tómið, fyrir er þoka.
Yfir birtir, fram þar kemur andlit,
andlit óskar(innar) minnar er þitt.

Sé meira, fiðringur um mig æðir,
minningum í huga minn læðir.
Þú brosir, ég sé augun þín glitra.
Nú finn ég hvað ég allur titra.

Því öllum stundum hugsa ég um þig,
lífsins paradís ég sé þig og mig.
Fjölskylda sem alltaf saman stendur,
ég rýni, ég sé þar fjórtán hendur.
Öllum frítímum hjá ást minni doka,
faðmi hennar ligg og augum loka.

Nótt eftir nótt, þú huga minn tekur,
heltekur, tár niður kinnar lekur.
Einn vítahringur, hjarta mitt ört slær,
einkadraumum mínum, ég er þér nær.

Er’ þetta mín örlög, upp einn vakna,
ástfanginn af þér og sárt þín sakna.
Jú, ég veit vel hvar þín er að leita,
dofinn! Hvaða brögðum á að beita.
– Veit ekki hvaða brögðum á að beita.

Því öllum stundum hugsa ég um þig,
lífsins paradís ég sé þig og mig.
Fjölskylda sem alltaf saman stendur,
ég rýni, ég sé þar fjórtán hendur.
Öllum frítímum hjá ást minni doka,
faðmi hennar ligg og augum loka.

Því öllum stundum hugsa ég um þig,
lífsins paradís ég sé þig og mig.
Fjölskylda sem alltaf saman stendur,
ég rýni, ég sé þar fjórtán hendur.
Öllum frítímum hjá ást minni doka,
faðmi hennar ligg og augum loka.

– Faðmi þínum ligg og augum loka.
– Ég sé þig er ég aftur augum loka.
– Faðmi þínum ligg og augum loka.

Þessa textahugmynd var ég með í kollinum í 2 til 3 ár áður en hann varð síðan til á 1-2 kvöldum út í Englandi haustið 1994. Textinn eiginlega kom bara til mín. En þarna var ég á enskunámskeiði. Lagið kom síðan til mín nánast strax og ég kom heim, svo til fullmótað. Lagið er í “D moll”, liggur mikið í þeim hljómi, og var mér tjáð fyrir ekki svo löngu síðar að sá hljómur væri talin einn sjá hljómfallegasti, af mönnum er meira vita.
Þetta lag hef í gegnum tíðina prófað að spila ýmsar útgáfur með mér. Er lengi búið að vera eitt af þeim laga hugmyndum er ég hef haldið mest upp á. Til dæmis þegar ég tók upp demóið af “Þú varst!”, þá var ég ekki tilbúinn að flagga því.

Síðan var það á árinu 2022, að röðin var komin að því að taka það upp, lag númer 3 hjá okkur Helga Reynir. Þetta lag fékk vel að anda á milli lota í stúdíóinu, því útgáfu dagur þess er í febrúar 2023.

Ég persónulega er mjög ánægður með útgáfuna af þessu lagi, hvernig það hljómar. Í raun myndi það duga mér að eiga það bara með sjálfum mér, fyrir mig, en það er hluti af því að skapa að leyfa öðum að njóta líka.

Hugarrof, ég hef lítið fundið varðandi þetta orð er kom til mín strax varðandi heitið á laginu. Fann það notað í neikvæðri merkinu varðandi að fara í ákveðið hugarástand þegar ofbeldi á sér stað. En ég nota það meira í meiningunni þegar einhver sýn birtist manni í huga. Rofar til!

Textinn fjallar um að vera hrifin, hafa þrá, og sýn til einhvers aðila, en vera jafnframt of feiminn til að búa til tækifæri til að opinbera þær tilfinningar til viðkomandi. Fallegt en kannski sorglegt í leiðinni.

Síðar setti ég saman vísu gullkorn er var kannski hugmynd að lesa upp í sambandi við þetta lag, er ég leyfi að fylgja með hér. Áður en textinn byrjar.

Hvað gerir maður ekki ef maður elskar,
ef maður er uppfullur af þrá.
Að reyna að nálgast þá sem maður elskar,
og langar svo heitt að fá.

Og svo áður en erindi 3 byrjar.

En samt tíminn hratt líður,
og kannski er það mín örlaga skissa.
Því hér ligg og aleinn þín bíður,
og senn er ég af öllu búinn að missa.

til baka