Ég er í hljómsveit er hefur fenið það frumlega nafn, Hljómsveit Baldvins Inga Símonarsonar, líka verið nefnd Hljómsveit BIS, og hefur aðsetur á höfuðborgarsvæðinu.

Hljómsveitin er fyrst og fremst hugsuð til að skemmta meðlimum hennar og svala þörf þeirra til að tjá sig með tónlist. Eins er ekki verra að aðrir hafi líka gaman af! Við ætlum alla vegna að hafa gaman, alla leið!
Meðlimir hljómsveitarinnar eru flestir ættaðir og aldir upp á Sauðárkróki, þótt brott fluttir séu.
Hljómsveitin hefur verið að myndast í rólegheitunum frá 2018, í gengum ýmiskonar verkefni. Hér verður komið inn á það helsta.
Stúdíó lög:
Stólar, stuðningsmannalag Tindastólls. Gefið út 2019. Höfundur: Héðinn Sigurðsson.
Spilað opinberlega / Tónleikar:
Meðlimir hljómsveitarinnar eru eftirfarandi:

B.Ingi S
Baldvin Ingi Símonarson – gítar og söngur.

Doktor Héðinn Sig.
Héðinn Sigurðsson – píanó og söngur.
Héðinn er heimilislæknir og sér til þess að allir séu hraustir. Við Héðinn spiluðum saman í skólahljómsveit í gamla daga (í grunnskóla) og erum aftur komnir af stað.

Gummi flugstjóri.
Guðmundur Jónbjörnsson – söngur og kassagítar.
Vegna starfsins þá verður hann með þegar hann getur, en hann flýgur mikið erlendis. Við Gummi spiluðum einnig saman í skólahljómsveit í gamla daga.

Kiddi K.
Kristinn Kristjánsson – bassi.
Kiddi tvíburi eins og hann er stundum kallaður býr á Siglufirði en hoppar á milli. Kiddi spilaði með okkur Gumma í hljómsveit hér á árum áður.

Valgerður.
Valgerður Erlingsdóttir – söngur.
Aðkoma hennar að tónlist, hefur lengi loðað við hana í gegnum tíðina.

Beggi Óla.
Þorbergur Skagfjörð Ólafsson – trommur.
Reynsluboltinn er spilar út um allt og er einnig starfsmaður Hljóðfærahúsins.