Sagt er að við tengjum öll og að við höfum áhrif á hvort annað, mismikið þó. Þó ég hafi mikill áhuga á hvernig aðrir upplifa og sjá lífið, í þeim tilgangi að læra sjálfur af því, þá get ég samt ekki séð og skilið lífið nema út frá mínu sjónarhorni. Hvernig mitt sjónarhorn verður aftur á móti til, veltur á svo mörgu. Mótast af því fólki er ól mig upp, foreldrum og ættingjum, mínu umhverfi, samferðarfólki, ríkjandi menningu, menntun minni, lífs og trúarskoðunum mínum, atvikum í lífi mínu (áföllum og sigrum) og svo mörgu fleiru. Sagt er að við sjáum sama atvikið eða hlutinn frá mörgum ólíkum sjónarhornum, allt eftir hvernig við erum stillt hverju sinni. Eins held ég að mér hafi verið færð í vöggugjöf, frekar glaðlegt og jákvætt hugarfar, þó mér hætti það til að hafa orði á því er mér finnst miður vera í þjóðfélaginu. Ef ég byrja á því er mér finnst miður, hafa orð á því er „mér finnst miður“, því það tekur á réttlætiskennd mína, að sjá óréttlæti í garð yfirleitt þeirra er minna mega sig. Eins finnst mér að ef samkennd manna á milli væri meiri, þá væri okkur öllum betur borgið sem manneskjum, og þá um leið væri kannski upplifun sálarinnar minni af lífinu hér á jörðu fyrir vikið, hugsanlega. Tjáningarformið er ég nota þegar kemur að því, að tjá mig um það, er hugsanlega eitthvað er mér hefur verið kennt í mínum uppvexti, og þarf að breyta. Í dag geisar stríð, sem er ótrúlegt, á tímum er heimurinn hefur dregist mjög saman og gert okkur enn háðara hvort öðru, en ef vel er gáð þá geisar í raun einhvers konar stríð manna á milli. Lönd, fyrirtæki og fólk tekst á um völd, áhrif og peninga. Ég er á því að þegar fókusinn er of mikill á ákveðna hluti, er þrengir sjónhorn viðkomandi, þá hverfi heildarmyndin í móðu, er boðar aldrei gott til langframar.
Þó mér finnist ég hafa verið settur inn í leik, er ég hef ekki áhuga á að taka þátt í, en þarf að spila. Þá er það samt þannig að þetta er leikurinn sem mannkynið sem stór heild er að spila og ég þarf að vera með! En mitt val er samt hvað mikið ég tek þátt í honum til að komast af, fer ég alla leið inn, að hluta eða að lágmarki, undir mér komið!
Í raun finnst mér lífið frábært, með allar sínar hliðar og áskoranir, möguleika og krafaverk alla daga. Oft finnst mér eins og ég sé stundum einn á leiðinni í hina áttina. Finnist mér ég einn sjái hluti er færi okkur öllum meiri farsæld, en samt veit ég að svo er ekki, þó við séum sennilega í minnihluta. Kannski sjáið þið þetta líka, hluta af annarri mynd eða sömu mynd og vitið ekki hvað þið eigið að gera til að breyta því frekar er ég. En ég veit hins vegar ef ég legg mitt af mörkum til að breyta því, er ég get breytt hjá mér, þá er það leiðin í átt að breytingum.
Heimurinn er fullur af andstæðum, er getur breytt um mynd, bara eftir því hvernig horft er á það. Við sjáum átaklega / neikvæða birtingamynd og við sjáum fegurðina í allri sinni dýrð. Heimurinn, stundum talað um Alheimurinn, færir okkur verkefni til að takast á við í lífinu er hjálpar okkur að þroskast og vaxa. Síðan er það undir okkur komið og okkar sjónhorni hvernig við tökumst á við það. Sumir sjá alltaf neikvæða við allt, meðan allir sjá tækifæri og lærdóm í sömu hlutum eða atvikum.
Að lokum.
Hvað sem hver segir, verið alltaf trú því sjónhorni ykkur hefur verið gefið, svo lengi sem það skaðar eða meiðir engan annan.