Græni salurinn 30. júní 2023

Annað skiptið er við tökum þátt í þessum tónleikum í Bifröst, Sauðárkróki.

Eftir veikindi og síðan Covid 19, þá tókum við aftur þátt núna í þessum tónleikum. Hugmyndin er að við verðum með hér eftir, en tíminn leiðir það í ljós. Okkar var úthlutað 4 lög er við nýttum okkur að sjálfsögðu. Reyndar hefur einkennt þessa hljómsveit, vegna fjarlægðar á milli meðlima, að allur hópurinn hittist eiginlega ekki fyrr en nánast á sviðinu. En gleðin leynir sér ekki, allar hafa mjög gaman af þessu.

Lögin:

  • Afgan – Bubbi Morteins.
  • Þorparinn – Magnús Eiríksson
  • Stórir strákar – Ego (Bubbi M.)
  • Pamela í Dallas – Dúkkulísurnar.

Því miður er eitthvað minna til að myndum frá kvöldinu.

Þeir meðlimir er tóku þá í þetta skiptið voru:

  • Baldvin – gítar, kassagítar og rafmagnsgítar.
  • Héðinn – Píanó.
  • Kristinn – bassi.
  • Valgerður – söngur og munnharpa.
  • Þorbergur – trommur.

til baka