Friðarsúlan í Viðey

Af síðuni “Wikipedia” er þetta sagt um friðarsúluna:
Friðarsúlan (enskaImagine Peace Tower) er útilistaverk eftir Yoko Ono reist í Viðey í Kollafirði til að heiðra minningu látins eiginmanns listakonunnar, John Lennons. Listaverkið var vígt á afmæli Johns Lennons þann 9. október 2007. Friðarsúlan er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði, sem hófst á sjöunda áratug 20. aldar. Ono segist hafa fengið hugmyndina að friðarsúlu árið 1967. Á stalli súlunnar eru grafin orðin „hugsa sér frið“ eða „imagine peace“ á 24 tungumálum, þar á meðal á íslensku, ensku, þýsku, japönsku og hebresku. Enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.”
Friðarsúlan er ljóskastari, sem lýsir upp í himininn, listaverkið er þannig hannað að 6 ljósgangar liggja lárétt í jörðinni að ljósbrunninum þar sem þeir falla á spegla sem halla í 45° og varpa því ljósinu lóðrétt upp í loftið. Í botni ljósbrunnsins, sem er 4 metrar að þvermáli og 2 metra hár, eru einnig aflmiklar ljósaperur, fylltar Xenon-gasi, sem beinast upp á við. Samanlagt afl ljósanna er 70 kW. Bygging friðarsúlunnar var fjármögnuð af Yoko Ono, Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur, sem einnig greiðir rekstrarkostnað.”

“Friðarsúlan logar samfellt frá sólarlagi til miðnættis eftirtalin tímabil:

Eins er mögulegt, við sérstök tilefni, af fá leyfi hjá listakonunni til að kveikja á friðarsúlunni utan ofantaldra tímabila.”

Friðarsúlan (12.11 2020)

Þessi mynd er tekin úr fjöruni hér í Mosfellsbæ, innan við hesthúsin.

Friðarsúlan (20.10 2020)

Hér var ég að prófa að nota Sony 70…200mm GM linsuna mína.

Friðarsúlan (01.11 2020)

Myndbygging er mars konar og hér var ég að reyna að notast við steininn í fjörunni.

Friðarsúla séð frá Grafarvogi (21.12 2020)

Þessi mynd er tekin við gömlu bryggjuna í Grafarvoginum.
Þessi er líka tekin í Grafarvoginum, í fjörunni þar sem farið er yfir í Geldinganesið.

til baka