Af síðuni “Wikipedia” er þetta sagt um friðarsúluna:
“Friðarsúlan (enska: Imagine Peace Tower) er útilistaverk eftir Yoko Ono reist í Viðey í Kollafirði til að heiðra minningu látins eiginmanns listakonunnar, John Lennons. Listaverkið var vígt á afmæli Johns Lennons þann 9. október 2007. Friðarsúlan er tákn fyrir baráttu Ono og Lennons fyrir heimsfriði, sem hófst á sjöunda áratug 20. aldar. Ono segist hafa fengið hugmyndina að friðarsúlu árið 1967. Á stalli súlunnar eru grafin orðin „hugsa sér frið“ eða „imagine peace“ á 24 tungumálum, þar á meðal á íslensku, ensku, þýsku, japönsku og hebresku. Enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.”
“Friðarsúlan er ljóskastari, sem lýsir upp í himininn, listaverkið er þannig hannað að 6 ljósgangar liggja lárétt í jörðinni að ljósbrunninum þar sem þeir falla á spegla sem halla í 45° og varpa því ljósinu lóðrétt upp í loftið. Í botni ljósbrunnsins, sem er 4 metrar að þvermáli og 2 metra hár, eru einnig aflmiklar ljósaperur, fylltar Xenon-gasi, sem beinast upp á við. Samanlagt afl ljósanna er 70 kW. Bygging friðarsúlunnar var fjármögnuð af Yoko Ono, Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur, sem einnig greiðir rekstrarkostnað.”
“Friðarsúlan logar samfellt frá sólarlagi til miðnættis eftirtalin tímabil:
- 9. október (fæðingardagur Lennons) til 8. desember (dánardagur Lennons)
- gamlársdagur til þrettánda
- í eina viku kringum jafndægur á vori.
Eins er mögulegt, við sérstök tilefni, af fá leyfi hjá listakonunni til að kveikja á friðarsúlunni utan ofantaldra tímabila.”
Friðarsúlan (12.11 2020)

Friðarsúlan (20.10 2020)

Friðarsúlan (01.11 2020)

Friðarsúla séð frá Grafarvogi (21.12 2020)

