Frá hugmynd að “Demói”, námskeið.

Námskeiðið er sniðið fyrir þau sem eru með lagahugmyndir en vantar aðstoð til að koma þeim á fast form. Notast var við forritið Studio One á námskeiðinu.


UM NÁMIÐ

  • Markmiðið er að hvernig þú getir komið lagasmíðunum þínum á fast fom með því að setja upp heimastúdíó og tekið hana þannig lengra í útsetningaferli.  
  • Farið verður í að setja upp heimastúdíó, sýnt hvernig þú getur notað midi hljómborð og míkrafóna til að taka upp hljóðfæri og söng, farið vel yfir allskonar forrit sem til eru sem hjálpa okkur við sköpun og útsetningar og meira til. 

Námskeiðið byrjaði þriðjudaginn 12. októmber og var í 6 vikur. Auk þess var einn einkatími með kennaranum. Kennarinn var Vignir Snær Vigfússon, kenndur við hljómsveitina Írafár. Frábær kennari, mjög hress, skemmtilegur og faglegur kennari.

Í aðdraganda námskeiðsins, ákvað ég að uppfæra mitt forrit upp í nýjustu útgáfu og professonal útgáfuna. Tók það í áskrift svo ég fengi alltaf það nýjasta frá þeim og líka aðgang að ýmsu efni frá þeim.

Vignir byrjaði fyrsta tímann á því að taka upp eitt demó, sem var mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Næstu tímar fór svo í það að gera allskonar verkefni. Eins hvatti hann okkur til að vinna sjálf að demói, sem klárlega hjálpaði til að komast í gang. Ég ákvað að byrja á lagi er ég gerði við texta eftir frænku mína Katrínu Ösp Jónsdóttur, og heitir “Ég vill ekki vakna”. Eftir námskeiðið hef ég verið að dunda mér í því að vinna lengra með lagið.

Til baka