Ég trúi á engla

Texti og lag: B.Ingi.S

Hún vaknar að morgni og brosir svo hlýtt,
glaðlegir fingur og fjörugar tær.
Geislar af gleði með andlit svo blýtt,
Það gleður mitt hjarta hvernig hún hlær.

Hún hleypur um, svo fjörug að vanda,
um höfðuð strýkur sína ljósa lokka.
Gróður eða dýr hefur milli handa,
og á fótum hefur litríka sokka.

Ég trúi á engla, hef séð þá í sýn,
hvernig um hana dansið í hring.
Um ókomna tíð, hún verð ávallt mín,
kærleika til hennar, ég til hennar syng.
– Ég til hennar syng!

Að sjá hana vaxa, gleður mitt hjarta,
Þroskast og dafna í lífsins leik.
Þykist vita og hún eigir framtíð bjarta,
í hjarta mínu ég finn fyrir kærleik.

Síðan þú fæddist hefur líf mitt breyst,
til batnaðar og þroska mig leitt.
Hjartans múra hef rifið, er áður hafði reyst,
hennar tilvera hefur svo margt mér veitt.

Ég trúi á engla, hef séð þá í sýn,
hvernig um hana dansið í hring.
Um ókomna tíð, hún verð ávallt mín,
kærleika til hennar, ég til hennar syng.
– Ég til hennar syng!

Byrjað á þessum texta seinnt að kveldi 12. Okt 2012. Hugmyndin var hugsanir um Hjördísi.

til baka